Fínasti sunnudagur alveg hreint

Skrítið hvernig sumir dagar bara ganga upp og aðrir ekki. Í gær var ég hoppandi pirruð yfir allt og engu og Kristó var farinn að líta á mig og segja "mamma, af hverju ertu svona pirruð" Vöknuðum seint, fórum út seint og borðuðum bara eitthvað og einhverntíman, krakkarnir rifust eins og hundur og köttur yfir öllu og enduðum svo daginn á að fara seint að sofa. Allt í drasli vaskaði ekki einu sinni upp.

Í morgun vöknuðum við samt á skikkanlegum tíma, borðuðum morgunmatinn, svo þreif ég allt ruslið og draslið sem ég hafði safnað saman í gær, bakaði pönnukökur, setti í tvær vélar, tók út úr frystinum fyrir kvöldið, drifum okkur út og keyptum nesti í bakarínu og fórum í picnic á ströndina með flugdreka, fótbolta og skemmtum okkur vel. Svo komum við heim slöppuðum af eftir sólina, krakkarnir horfðu á teiknimynd og ég gat lesið í bók. Svo þurfti að láta Kristó gera heimalærdóminn og svo drifið í að elda, koma krökkunum í bað, taka úr vélinni, taka krakkana upp úr og klæða og borða og svo horfa á teiknmynd og inn að sofa. Allt gekk svo smurt og ekkert vandamál, engin rifrildi allir í góðu skapi.

Hmmm hver stendur fyrir þessu, af hverju eru dagarnir svona svart og hvítt. Jæja ánægð er ég að fá þetta 50/50 ekki vildi ég alltaf hafa allt á öðrum endanum og ef allt væri í þessu fína alltaf væri ég ekki að skrifa þetta og þakka fyrir daginn í dag sem var svo yndislegur. Þetta er væntanlega svona af góðri ástæðu. W00t


Um hamingjuna

Fann þetta á blogginu hjá gamalli vinkonu tja hún er jafgömul og ég en langt síðan ég hitti hana síðast og fann hana á blog.is hehe. Ég hef lesið þetta áður og það er svo mikið til í þessu og ég hugsa oft svona en eftir að ég flutti hingað út hefur mér gengið betur að fylgja þessu þó ég eigi enn langt í land.

Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við:
göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn.
Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. 
Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði.
 
Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar:
maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna!…....... Því ef ekki núna..... hvenær þá?
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það.

Alfred D. Souza sagði eitt sinn:  “Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja – þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja.
Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.”  Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni.  Hamingjan er leiðin. 

Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með … og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný … til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!  

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður !!

Til umhugsunar að lokum!

“Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna.”
“Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur).”
“Dansaðu eins og enginn sjái til þín.”

Marrakesh

fauteuilriad1

Hérna hef ég haldið mig síðastliðna viku yndislegt alveg hreint. Herbergið okkar var þarna fyrir aftan sólhlífarnar grafið inn í gróðri og svona útaf fyrir sig frábært. Krakkarnir semsagt í vetrarfríi og við fórum í sólina og Simo. Hann var því miður að vinna alla dagana en fór með okkur út á kvöldin. En við krakkarnir nutum okkar bara í garðinum. Þar voru einn broddgöltur, tveir hundar, þrír kettir, fjórir fuglar og níu skjaldbökur og ásamt sundlauginni sem var ísköld og ég rétt dífði tánnum ofani þá gátum við dundað okkur þar mest allan tímann. Já er bara að spá í að flytja þangað heheh nema þegar ég hugsa til þess að það er byrjun mars og 30 stiga hiti og fer bara hækkandi fram í ágúst þá veit ég ekki alveg hvort ég meika að vera þar þegar það er 45-50° stig. En sem sagt yndislegt vetrarfrí hjá okkur skrifa meira og set myndir af okkur á barnaland. Læt hérna fylgja mynd af herberginu okkar líka en það var reyndar búið að taka út sófann og setja tvö lítil rúmm fyrir krakkana.

chrose


Jarðskjálfti - 6 á righter

Ég hef ekki nennt að blogga undanfarið af því mér hefur bara ekki fundist neitt spennandi að blogga um bara það sama alltaf núna undanfarið en svo áttum við þessa ágætu helgi núna sem ég bloggaði aðeins um á barnalandi og setti inn nokkrar myndir.

JarðskjálftinnEn í dag var jarðskjálfti hérna fyrir utan Casablanca já eða á milli Marokkó og Portúgal. Ég fann vel fyrir honum, fyrst kom lítill skjálfti sem ég hélt að hefði verið bara trukkur að keyra fram hjá því það gerði það einnig heheh. Og svo kom stærri skjálftinn og það það kom dá góður titringur. Og mér bara stóð ekkert á sama vissi ekki hvar skjálftinn átti upptökin krakkarnir í skólunum og gat hvergi fengið upplýsingar svona einn tveir og þrír þangað til ég fann þessa jarðskjálftasíðu sem myndin er tekin frá. Ég hef oft lent í jarðskjálfta og meðal annars í Tokyo og það var nú sæmilegur jarðskjálfti en aldrei verið hrædd en núna jaa ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég bara treysti ekki byggingunum hérna í Casa hef nefninlega séð hvernig aðfarirnar eru og þær eru ekki íslenskar það get ég sagt ykkur. Jamm mín smá smeik og ekki vön að viðurkenna það, við atlanshafið með tsunami draum sem mig dreymdi oftar en einu sinni áður en ég varð tvítug í huganum. Ætli maður verði ekki móðursjúkari með aldrinum svei mér þá.  


Hjátrú

Hérna í Marokkó er trúað á illa augað, það er þannig að ef einhver horfir á þig illu auga þ.e.a.s öfundast út í þig þá færir það þér ógæfu. Hérna um árið þegar við giftum okkur þá fór ég í hárgreiðslu og fínerí á stofu hérna út í bæ og þær vildu endilega fá að setja mynd af mér í möppuna sína, ekki á hverjum degi sem þær fá ljóshærðar kerlur á stofuna, jújú mér var alveg sama um það en mamma hans Simo og systur voru ekki lengi að harðbanna það hvað væri eiginlega að þeim þá myndi örugglega eitthvað slæmt koma fyrir mig.

Þegar við vorum út á spáni síðasta sumar þá fórum við út að borða með mömmu hans Simo, systur hennar og fl og þá var ég í mínu fínasta pússi, þurfti svo að svæfa Söru þvi hún var orðin svo þreitt og rölti með hana í kerrunni þangað til hún sofnaði og þegar ég kom til baka voru þær að tala um að allir hefðu verið að horfa á mig. Síðar um nóttina datt Sara fram úr rúminu beint á trýnið og ég fór með hana upp á spítala í leigubíl kl sex um morguninn, þorði ekki annað þar sem hún bólgnaði upp það blæddi töluvert. Þá sögðu þær að þetta hefði verið illa augað ekki spurning.

Hmm já af hverju fór ég að tala um þetta jú Simo fór á klósettið í nótt sem er að sjálfsögðu ekki frásögufærandi nema að það leið yfir hann og hann hefur væntanlega rotast þar sem hann lá enn á gólfinu þegar vinur hans (sem hann leigir hjá) kom að honum í morgun. Svo hann eyddi morgninum á spítala í tékki en allt lítur vel út. Nú ég setti link á síðuna þar sem hann er að vinna og var að öfundast út í hótelið hans, ætli það sé eitthvað til í þessu, neeeeeih þá þyrfti ég að fara að passa mig á því hvað ég segi og geri nei trúi ekki á svona vitleysu þó ég vilji nú meina að maður eigi aldrei að segja aldrei............ En þetta var nú bara svona meira til gamans.

Og svo áftam ísland ég er búin að reyna allt en get hvergi horft á þessa blessuðu leiki var búin að kaupa aðgang og eyddi fyrri hálfleiknum í að reyna að sjá eitthvað í stöðugu sambandi við hjálpina hjá síðunni sem ákvað svo bara að endurborga mér :( En ég get þó allvega hlustað og fylgst með gæti verið verra!!


Nýja tölvan kominn í hús :)

Fékk fínu tölvuna mína í gær og aldeilis ánægð með hana get ekki slitið mig frá henni allt í drasli og krakkarnir og ég enn á náttfötunum LoL En nú held ég að ég geti bara farið að vinna eitthvað á mánudaginn svei mér þá. Er farinn að hlakka til að fara að vinna og hafa ekki tíma í neitt af því að ég er svo upptekin heheh Já minnið mig nú á það þegar ég fer að kvarta að ég hafi ekki tíma til að blogga W00t 

En að handboltanum spurning um að fara út með krakkana og þreyta þá svolítið svo ég fái frið að hlusta á handboltann Hmmm en það er nú lika spurning að vera gott foreldri og gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin mín ekki af því að ég þurfi að hafa þau þæg hehhe. En svo klikkaði ég alveg á því að ég keypt enga hátalara svo nú neyðist ég til að kaupa aðgang til að horfa á hann (þótt ég geti að sjálfsögðu enn notað fartölvuna til þess að hlusta á ruv) en vil að sjálfsögðu bara nota fínutölvuna núna annars trúi ég á strákana er viss um að þeir standi sig vel í dag og að þetta verði spennandi leikur.

En já ég man ekki hvort ég var búin að skrifa eitthvað um það en fyrir þá sem ekki vita þá er Simo að vinna í Marakkes á Sofitel hóteli sem yfirþjónn og líkar rosalega vel hann þarf að vera í actioni þannig líður honum best nóg að gera nú er hann með 600manna hóp í morgun mat og hádegismat yfir helgina. Hérna er hægt að sjá myndir af hótelinu: http://www.sofitel.com/sofitel/fichehotel/gb/sof/resort/3569/fiche_hotel.shtml læt mig dreyma um að gista þar en efast stórlega að Simo hafi áhuga á að fara í frí í vinnunna LoL


Til hamingju handboltaþjóð

Það var aldeilis gaman að fá nettenginguna og komast í fréttirnar og sjá að íslendingar unnu og það með 8 marka mun íha til hamingju með það.

Já ég er að vona að ég sé hætt að bíða en tengingin er ekki stöðug ennþá, dettur út þegar henni hentar eða réttara sagt þegar mér hentar illa og talvan er búin á því eftri allt þetta vesen svo nú þarf ég að kaupa nýja. Vonandi það gerist á morgun en þar sem ég bý í marokkó verður væntanlega ein eða tvær vikur í að það gangi upp. En ég hef ekki verið þekkt fyrir annað en bjartsýni svo að sjálfsögðu fæ ég hana á morgun og allt verður í gúddí.

Annars allt gott að frétta karlinn kominn heim í tvo daga, það er indælt þótt þreyttur sé. Og ég held bara áfram að bíða eftir að geta byrjað að vinna. Kíkið á barnaland líka setti loks inn myndir frá jólunum, áramótin koma næstu jól ;)


Bíðibíðibíð............

Já ég er bara að bíða þessa dagana. Fór á mánudaginn í síðustu viku og sótti um hraðari nettengingu, jújú ekkert mál kemur eftir tvo daga. Eftir tvo daga fór ég aftur til að ath þetta jú heyrðu nú er búið að samþykkja þetta það tekur tvo daga eftir það................... já já ég fór nú samt daginn eftir til að ýtreka það og í gær og í dag og ég fer væntanlega líka á morgun, því ekki er hún komin enn. En hef notað tímann í staðinn til að laga til svona ýtarlega, tók herbergið hans Kristó í gegn og breytti og henti fullt af drasli og tók bókhaldið í gegn og svona þannig að maður er búin að vera svolítið duglegur eftir allt saman LoL  Annars er bara allt gott að frétta af okkur, veðrið svona tralala frekar kalt en ekki eins og á íslandi en við erum samt alltaf í norsku ullarnærfötunum frá ömmu Stínu.

Brosandi út að eyrum og jafnvel allan hringinn

Já ég er sko ekkert búin að vera í svona vondu skapi eins og það leit út fyrir hérna á bloggsíðunni. Nei nei var bara komin í gott skap aftur daginn eftir en bara löt að blogga og hafði sko alveg nóg að gera á íslandinu góða annað en að blogga eins og að hitta vini og ætingja in real, ekki á msn.

Gleðilegt ár öll sömul, við höfðum það alfskaplega gott á íslandi, ferðin heim gekk alveg ágætlega nema að farangurinn varð eftir í London og kom ekki fyrr en daginn efti og eitt hjólið á kerrunni hennar Söru vantaði. En það er komið í ath hvort við fáum þetta ekki bætt. Það var æðislegt að koma heim þótt ég hafi verið frekar upptekin en náði svona að hitta á flesta meira að segja Siggu Hörpu rétt áður en ég fór út, það var óvænt ánægja. Og hef hugsanlega aldrei eitt jafnmiklum tíma með Íris á undaförnum árum og þessi jól svei mér þá. Æðislegt alltaf að komast til íslands.

Nú er maður bara að hlaða batteríin koma rútínu á krakkana ( nú og sjálfan mig) og komast í gang aftur. Simo er farinn aftur til Marakkech og aldrei að vita nema að við skellum okkur í heimsókn þangað þó ég nenni varla í  fleirri ferðalög í bili. En sem sagt kominn heim, höfum það fínt og læt heyra í mér oftar á næstunni.

 


Ansk......djö...... sorry í vondu skapi

Var búin að skrifa eina af mínum maraþonn færslum byrjaði í dag og er búin að bæta við hana smá og smá en hafði aldrei tíma til að setjast almennilega niður fyrr en nú í kvöld þegar þau voru sofnuð og þegar ég smellti á vista þá stóð þú verður að vera innskráður til að geta vistað og ég var innskráð og gat ekkert skráð mig frekar inn og svo týndist bara allt sem ég skrifaði ohhhhhh Angry en samt líka Crying . Ég var búin að skrifa fullt skemmtilegt. Búin að skrifa frá skemmtilega jólaskapinu og föndrinu og hvað ég ætlaði að gera skemmtilegt á íslandi ohhhhh allt jólaskapið farið í jólakötinn. Skrifa bara síðar þegar ég kemst í jólaskap aftur veit nú ekki hvenær það verður.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband