Stundum getur fólk misskilið sölumenn

home Fyrir ári síðan lét ég skipta um alla glugga í húsinu okkar. Ég keypti þessa dýru tvöföldu með orkusparandi einangrunarhúðinni. Svo í gær hringdi forstjóri fyrirtækisins sem seldi mér gluggana. Hann sagðist hafa lokið verkinu fyrir einu ári, og ég hefði ekki enn borgað honum eina krónu. Þó ég sé ljóska þarf það ekki að þýða að ég sé heimsk. Ég sagði honum að flinki og vel talandi sölumaðurinn hans, sá sem talaði við mig, hefði fengið mig til þessara kaupa á grundvelli þess að þessar rúður myndu borga sig upp sjálfar á einu ári. 

Hallóó!? Núna er nefnilega liðið nákvæmlega eitt ár!  Þá kom löng þögn í símann, svo ég lagði bara á.

Hann hringdi ekki tilbaka, hann vill auðvitað ekki viðurkenna hversu vitlaus hann er!    Tounge


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Stal þessu af öðru bloggi, ég hló svo mikið að ég gat ekki annað en smellt þessu hérna inn svona í tilefni af því að á morgun eru 4 mánuðir síðan ég bloggaði síðast!!!!

Harpa Bragadóttir, 24.1.2008 kl. 23:29

2 identicon

Til lukku með bloggið  sédeilis gott að lesa einn góðann í kuldanum og myrkrinu

Berglind Elva (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 01:22

3 identicon

 Til hamingju með að vera komin til baka!

Sæfinna (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

hehe.. gaman að þessu. En það er gott að sjá smá lífsmark hjá þér!!  knús í kotið

andrea marta vigfúsdóttir, 26.1.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Íris

Hehehe, góð og til hamingju að vera komin til baka;)

Íris, 27.1.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Sigga

hey! gott að heyra frá þér - þessi var ágætur :) heyrumst fljótt xx

Sigga, 29.1.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband