Hmmmm ekki jafn góðar fréttir í dag

Sjálfsvígssprengjumaður særði þrjá þegar hann sprengdi sig við netkaffihús í borginni Casablanca í Marokkó. Árásin átti sér stað í gærkvöldi í Sidi Moumen hverfi borgarinnar. Árásarmaðurinn beið bana.
Sprengingin varð þegar maðurinn hóf að rífast við eiganda kaffihússins, sem meinaði sprengjumanninum að fara inn á vefsíður heilagra stríðsmanna íslamista.
Annar maður, sem var með sprengjumanninum þegar sprengjan sprak, flýði af vettvangi. Lögreglan hafði síðar hendur í hári hans.

Þetta var á mbl í morgunn og ég hafði ekki hugmynd fyrr en Anna frænka í frakklandi spurði mig hvort allt væri í lagi hjá okkur. Haaaaaaaa vissi ekki hvað hún var að tala um.

En jújú það er semsagt allt í góðu hjá okkur þetta var langt í burtu frá okkur í úthverfi. En það er svo skrítið að þetta kemur mér bara ekki við (þá meina ég mér finnst þetta svo lant í burtu frá mér) frekar en þegar ég var í frakklandi og þá voru sprengju árásir á lestakerfið þar nokkru sinnum og allt í háfaðalátum og starf mitt fólst meðal annars í því að vera í metro allan liðlangann daginn. Ef ég hins vegar ætti ættingja eða vini í útlöndum þar sem svona gerðist þá myndi ég með því sama skipa því heim aftur hehehe svona er maður nú vitlaus.

En að allt öðru ég er svo ánægð með síðuna mína núna var að fikta í photoshop og langaði að læra meira tók eina mynd sem Kristó tók í marrakech og fiffaði hana til (hægt að sjá hana upprunalega á barnalandi ef vill) Og ég er svo askoti ánægð með útkomuna. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Gott að heyra að þetta sé langt í burtu frá ykkur . Var að kveikja á tölvunni og hef ekki litið á Mbl.  Skil það sem þú ert að segja, þú býrð þarna og þá ferðu bara inn í þennan "heim".  Æ, skilurðu mig?

Íris, 12.3.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Ææ.. alltaf leiðinlegt að heyra svona, og auðvitað hrekkur maður við ef maður þekkir einhvern á svæðinu!! Var að hringja í ofboði í Hlyn því verið var að rýma hús í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu.. Hann var hinsvegar í mestu makindum að versla í matinn... En ég vona að dagurinn verði bara góður hjá ykkur Harpa mín.. var að skoða myndirnar á barnalandi, og get ekki beðið eftir því að heimsækja ykkur! Þvílíkur ævintýraheimur..

andrea marta vigfúsdóttir, 12.3.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Já skil þig var einhvernveginn miklu hræddari við jarðskjálftann og skil vel snjóflóðahræðslu af því að ég bjó í mörg ár í húsi sem varð fyrir snjóflóði. En já sól og ágætis veður hérna veit af vonskuveðrinu á íslandi og hef það ágætt þótt ég sé nú inni enda alltaf sól og enginn ástæða til að drífa sig út bara af því að það er sól hehe

Harpa Bragadóttir, 12.3.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Sigga

ég var ekki búin að sjá þetta! Gott að heyra að allt sé í gúdden! Vonandi áttu  marga góða daga eins og þennan á sunnudaginn! maður er líka svo misjafnlega upplagður þannig að ég held að það skipti rosa máli! knús og kossar xxx

Sigga, 12.3.2007 kl. 19:13

5 identicon

Gaman að sjá þig komna á skrið í blogginu aftur ;) og mikið er ég fegin að þú býrð langt frá þeim stað sem sprengjutilræðið var. Ég á stundum svona daga alveg eins og þú lýstir og finnst þeir nú ívið skemmtilegri þegar ég hef orkuna heldur en þegar letikastið liggur á manni eins og mara.

Berglind Elva Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:36

6 identicon

Úff gott að vita að það sé allt í orden hjá ykkur, mikið er ég sammála ykkur, maður verður alltaf hræddur þegar maður veit af einhverjum hugsanlega í hættu.  Samanber Siggu H þegar sprengingarnar voru í London á járnbrautastöðunum, ég vissi að hún myndi oft taka lestarnar þannig að mikið var maður ánægður að heyra í henni og að þau væru í lagi.

Farðu svo ekki inná nein kaffi hús næstu daga, fylgja ekki yfirleitt fleirri svona árásir í kjölfarið?

Knús og kveðja

Vigga

Vigdís Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:52

7 Smámynd: Gerða Kristjáns

Heyrðu veistu hvað ?  Pabbi er á sjó og þeir koma til með að gera út þarna frá Marokkó einhvers staðar !

Gerða Kristjáns, 15.3.2007 kl. 10:04

8 identicon

Hæhó, held að það sé mikið til í því hjá þér að maður hafi ekki áhyggjur ef maður er sjálfur á staðnum. Enda væri það auma lífið ef manni fyndist maður ekki öruggur heima hjá sér. Var að spá í með uppvaskið, ertu ekki enn með heimilishjálp þrisvar í viku, getur þú bara ekki keypt fleiri diska og safnað upp þar til hún kemur. Hakunamatata

Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband