Svei mér þá veit ekki hvað ég á að skrifa hér............

Það er svo langt síðan ég skrifaði að ég veit ekki hvað ég á að skrifa lengur. Það er líka svo margt búið að gerast, að þið mynduð hvort sem er ekki hafa tíma til að lesa ef ég ætlaði að fara að skrifa það allt saman en ég er sem sagt komin með netið loksins aftur, er loksins farin að geta unnið eitthvað aftur og séð hvað þið hafið haft fyrir stafni.

En við erum búin að koma okkur sæmilega fyrir í nýja húsinu og höfum það afskaplega gott þar en hef svei mér þá ekki tekið neinar myndir svo það verður að bíða aðeins betri tíma. Var með Kristó á fótboltaæfingu í fyrradag og þar sagði ein sem hefur búið hér í 12 ár að það hafi aldrei verið svona kalt í maí síðan hún flutti hingað. Sem þýðir að við höfum lítið farið á ströndina og ekki enn farið í sjóinn því það er bara skítakuldi. Fór meira að segja í flíspeysuna mína um daginn því ég var bara að drepast úr kulda. Það hafa þó komið nokkrir góðir dagar þar sem við höfum verið á stuttbuxum og bol og verið mjög heitt. Og ég er kominn með lit á hendurnar sem ég held að ég hafi aldrei séð áður en það þakka ég garðinum og geta skroppið út með kaffibollann minn og aðeins látið sólina sleikja mig.

Ég er eitthvað voða andlaus að skrifa og veit ekkert hvað ég á að skrifa um svo ég læt þetta duga í bili, nóg til að láta vita að ég er hérna ennþá og á lífi. Hafið það gott elsukurnar mínar, adios.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Æ mikið er nú gott að heyra frá þér Harpa mín!!! Gott að heyra að sveitalífið á vel við ykkur :) nú hlakka ég bara enn meira til að koma í heimsókn!!! Risaknús til ykkar allra!

andrea marta vigfúsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:54

2 identicon

Alltaf gaman að heyra frá þér og vita hvernig ykkur líður.

Ég hlakka til að sjá myndir af nýja húsinu og útsýninu sem þið hafið.

En já hér hefur líka verið ískuldi og þá meina ég ÍSkuldi, snjóað og læti.

Knús á ykkur

Vigga (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Sigga

til hamingju að vera komin aftur í samband við umheiminn! hlakka til að lesa um hvað hefur á daga ykkar drifið...xxx

Sigga, 27.5.2007 kl. 09:00

4 Smámynd: Sigga

og til hamingju með afmælið um daginn - mundi eftir því einhverntímann en steingleymdi því svo aftur - maður var svo bissí að opna hótel sjáðu til :) vonandi var afmælisdagurinn þinn skemmtilegur xxx

Sigga, 27.5.2007 kl. 09:02

5 Smámynd: Íris

Vellkominn til baka segi ég nú bara Hlakka til að heyra frá þér og svo leifum við strákunum að taka einn rúnt á msn með vefkamerurnar. Bið að heilsa liðinu þínu. Knús og kossar til ykkar allra!!

Íris, 28.5.2007 kl. 15:37

6 identicon

Gaman að heyra frá þér, bíð spennt eftir nýjum myndum!!!

Sæfinna (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 21:30

7 identicon

en gaman að sjá að þú ert mætt aftur ;)

hlakka til að fylgjast með hvað á daga ykkar drífur ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband