Já ég held bara að sumarfílingurinn sé komin.

Sara er búin að vera með ælupest og við höfum lítið gert þessa helgi en þegar Sara sofnaði í dag skruppum við Kristó á ströndina í hálftíma og Kristó fór í sjóinn og það var nú askoti kalt ég dýfði tánum aðeins ofan í brrr en hann skemmti sér bara vel og ég voða bjartsýn og tók bók með og ætlaði að lesa en neibb móðureðlið leifði það nú ekki. Eins og undan farin ár hef ég nú aldrei slappað mikið af þegar ég fer á ströndina því ég get ekki með neinu mót litið af stráknum þegar hann er í sjónum sem er kannski bara gott. Hann er skíthræddur sjálfur því öldurnar hérna eru svona frekar íslenskar nokkuð stórar og kröftugar svo hann fer ekkert mikið meira en upp að hnjám. Svo þegar Sara vaknaði þá fórum við í göngutúr í kringum hverfið og það var bara yndislegt veður og fólkið farið að flykkjast í sveitina því þeir sem búa í Casa koma flestir hingað til að fara á ströndina já þeir sem eiga bíl. Við erum líka búin að kaupa grill og búin að grilla þannig að sumarfílingurinn sagði til sín í dag kannski maður fái lit þetta árið svei mér þá!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Hæ, mín kæra. Gott að heyra frá þér. Leitt að skottan sé með ælupest, hehe, hún er víst líka að ganga á mínum leikskóla
Gott að sumarið sé komið hjá ykkur. Ég sit enn og bíð eftir því hérna á fróni........

Hafði það svo gott öll sömul

Íris, 3.6.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

já.. sendi nú bara bestu kveðjur héðan úr suddanum. Rok og rigning, og hinn íslenski sumarfílingur í hámarki!! Vona að stelpunni batni og þið Kristó sleppið við smit! Skil sko vel að þú hafir augun á stráknum á ströndinni... myndi ekki þora öðru.

andrea marta vigfúsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:15

3 Smámynd: Sigga

mundu að bara að bera á þig sólarvörnina sæta xxx

Sigga, 4.6.2007 kl. 23:52

4 identicon

Æ vonandi fer Söru að batna.

Flotta myndirnar og Sara rosadugleg að hjálpa til að sópa og svona.

Ýkt sætur strákurinn sem klipti hana ;)  Ég sé að þú átt líka pöddu sérfræðing eins og er á mínu heimili, flott að sjá hvað Kristó er óhræddur að halda á þessum júúú pöddum. 

Gaman að sjá eitthvað frá þér.

Hafið það ofsalega gott í sumrinu hjá ykkur, ég segi nú bara það haustar snemma hér.

vigga (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband