Í skólann

Keyrði Kristó í skólann í morgun, ekkert frásögufærandi þannig fyrir utan það að við vorum hálftíma of sein af því að rafmagnið flökkti í nótt eins og oft áður en ég er með rafmagnsklukku og þarafleiðandi hringdi hún ekki. En hef ekki séð ástæðu fyrir að fá mér klukku með batterí þar sem þessi hefur þjónað mér vel mamma keypti hana í rúmfatalagernum á 900kr þegar ég flutti á hverfisgötu 39 1997 og er því 10ára gömul og rúmlega það (til hamingju með afmælið) og nú er ég komin langt út fyrir það sem ég ætlaði að nefna) En jú ástæðan fyrir því að það skiptir ekki svo miklu máli er að Kristó vaknar alltaf fyrir allar aldir áður fyrr vakti hann mig alltaf og í seinni tíð svona þegar hann verður svangur en hann fer bara niður og kveikir á sjónvarpinu. Nú í þetta skiptið þá vaknaði ég upp kl hálf tíu og fer niður og þar situr minn og segir mamma við erum orðin allt of sein í skólann, tommi og Jenni eru löngubúnir, ég þarf ekkert að fara kl er orðin svo margt. Jeh right þá hefur hann væntanlega passaði sig vel á því að vekja mig ekki svo hann gæti sloppið við skólann óþekktar ormurinn. Já svo brunuðum við í skólann, fyrsti spölurinn er malbikaður og svo þegar við beygjum upp þá er síðastu 100m malarmoldarrykvegur og þar sem það hefur ekki ringt síðan í júní þá þyrlast rykið upp og maður passar sig alltaf á að skrúfa upp rúðurnar áður en maður beygir inná. Nema hvað fæ alltaf samviskubit þegar ég keyri þarna þvi það er iðulega þvottur á snúrunum hjá fólkinu sem býr við veginn og í dag stóð heimasætan við snúrurnar að hengja upp blautan þvottinn og hvarf í rykmekki já veit ekki hvort ég myndi meika að fara í þessi föt en þau taka varla eftir þessu ekki snéri hún sér við og steypti hnefan og ekki er ég sú eina sem keyri þennan veg hmmm nei bara svona vangaveltur í morgunsárið. Rafmagnstruflanir og þvottur í sveitinni??????

 

Vatnsmelónurnar eru að hverfa af markaðinum og granadeplin að hellast inn.Pomegranate fruit, opened


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Hehe, þetta er klár strákur nema hvað hann reiknaði mömmu sína vitlaust út!
Hér spáir fólk ekkert í hvort það gefi í fyrir framan gluggan hjá mér og eys menguninni inn  svo ég sé ekki að þú þurfir að skammast þín. En fötin færi ég ekki í,hehe.

Íris, 25.9.2007 kl. 18:25

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

:) já, hefði maður ekki gert það sama og Kristó? :) Hva.. fólk hlýtur nú að geta sagt sér sjálft að það þýðir ekki að hengja út þvott í svona mekki...

andrea marta vigfúsdóttir, 26.9.2007 kl. 01:53

3 identicon

Kristó bjartsýnn hehe, hvernig eru annars granadepli á bragðið?

Sæfinna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:12

4 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Sæfinna, hefur þú einhverntíman smakkað Grenadine syrop sem er blandað út í vatn allavegana þá er það búið til úr granadeplum, veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa bragðinu.

Harpa Bragadóttir, 26.9.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Sigga

hey hey hey

gras gras gras

gott að heyra frá ykkur

knús xx

Sigga, 26.9.2007 kl. 21:26

6 identicon

She´s a live!!!!!

Ég sá sumarfílinginn.... haustfílinginn og vetrarfílinginn Brrrr og loks kom færsla ;)

En mikið er gott að heyra frá þér og ykkur. 

Talandi um vekjaraklukku þá er klukkan mín síðan ég var að byrja fyrsta veturinn minn í Skógum og það er nú bara orðið það langt síðan að ég get ekki reiknað það.  En er nokkuð viss um að ég taki hana með á næsta hitting í Skógum hehe

Æ gott að sjá þig hér inni aftur og nú tekur bloggrúnturinn á sig fyrri mynd.

Knús á ykkur

Vigga (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 00:36

7 identicon

Þauð eru fljót að læra hvað má og hvað má ekki og hvað henntar þeim og henntar þeim ekki , verð nú að brosa útí annað af þessu uppátæki Kristó

Berglind Elva (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 01:31

8 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Hurru.. hvenær hentar þér að ég komi í heimsókn? Sé að ég get fengið hræbillegt far í byrjun desember t.d.?!?!? (ég er orðin voða spennt fyrir að hitta ykkur þarna í ævintýralandinu)

andrea marta vigfúsdóttir, 27.9.2007 kl. 11:01

9 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Heyrðu Andrea mín það hentar bara alltaf að fá þig í heimsókn fyndu bara besta fargjaldið og þegar þér hentar, eina sem ég bið þig um er að láta mig vita með dagsfyrirvara svo ég geti sótt þig á flugvöllinn :)

Harpa Bragadóttir, 27.9.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband