Föstudagur, 25. janúar 2008
Couscous
Fyrir ca. 4-5 manns, tekur um einn og hálfan, tvo tíma í matreiðslu.
1/2 kg súpukjöt
Slurkur af olíu, olívuolíu og smjöri.
1 stór laukur
1 tsk pipar
1 tsk pakrika
1 tsk salt
1/2 tsk turmerik (safran)
1 nautakraftur (teningur)
1 lítið búnt steinselja og koriander
1/2 haus hvítkál
200gr grasker
150gr rófur
150gr gulrætur
150gr kúrbítur
2 stk tómatar
1-2 dl kjúklingabaunir (ef vill)
Kjötið sett í pott ásamt olíu, lauk og kryddi og látið krauma við vægan hita í smá stund. Soðið vatn hellt yfir þannig að flýtur yfir kjötið, látið sjóða í hálftíma.
Hvítkál, grasker og rófur skorið í bita og sett út í ásamt steinselju og kóríander sem er bundið saman (sem síðan er hent áður en borið er fram).
Soðnu vatni hellt yfir kúskúsið og látið bíða í 5 mín, gaffall notaður til að losa kúskúsið í sundur og það svo sett yfir pottinn ef kúskúspottur er notaður.
Tekið af aftur eftir um 10-15 mín og smjöri og salti bætt við og hrært saman við með gaffli og sett aftur yfir. Og um leið gulræturnar og kúrbíturinn sett út í pottinn.
Skinnið tekið af tómötunum og þeir skornir í bita. Skinnið tekið utan af kjúklingabaununum ef þær eru notaðar og þetta tvennt sett út í síðustu 10 mín.
Kúskúsið sett á fat, þá er kjötið sett í miðjuna og grænmetinu raðað ofaná og soðinu dreift hæfilega yfir ekki of mikið samt. (Hægt er að setja meira soð í skál og það skammtað eftir smekk)
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.