Hjátrú

Hérna í Marokkó er trúað á illa augað, það er þannig að ef einhver horfir á þig illu auga þ.e.a.s öfundast út í þig þá færir það þér ógæfu. Hérna um árið þegar við giftum okkur þá fór ég í hárgreiðslu og fínerí á stofu hérna út í bæ og þær vildu endilega fá að setja mynd af mér í möppuna sína, ekki á hverjum degi sem þær fá ljóshærðar kerlur á stofuna, jújú mér var alveg sama um það en mamma hans Simo og systur voru ekki lengi að harðbanna það hvað væri eiginlega að þeim þá myndi örugglega eitthvað slæmt koma fyrir mig.

Þegar við vorum út á spáni síðasta sumar þá fórum við út að borða með mömmu hans Simo, systur hennar og fl og þá var ég í mínu fínasta pússi, þurfti svo að svæfa Söru þvi hún var orðin svo þreitt og rölti með hana í kerrunni þangað til hún sofnaði og þegar ég kom til baka voru þær að tala um að allir hefðu verið að horfa á mig. Síðar um nóttina datt Sara fram úr rúminu beint á trýnið og ég fór með hana upp á spítala í leigubíl kl sex um morguninn, þorði ekki annað þar sem hún bólgnaði upp það blæddi töluvert. Þá sögðu þær að þetta hefði verið illa augað ekki spurning.

Hmm já af hverju fór ég að tala um þetta jú Simo fór á klósettið í nótt sem er að sjálfsögðu ekki frásögufærandi nema að það leið yfir hann og hann hefur væntanlega rotast þar sem hann lá enn á gólfinu þegar vinur hans (sem hann leigir hjá) kom að honum í morgun. Svo hann eyddi morgninum á spítala í tékki en allt lítur vel út. Nú ég setti link á síðuna þar sem hann er að vinna og var að öfundast út í hótelið hans, ætli það sé eitthvað til í þessu, neeeeeih þá þyrfti ég að fara að passa mig á því hvað ég segi og geri nei trúi ekki á svona vitleysu þó ég vilji nú meina að maður eigi aldrei að segja aldrei............ En þetta var nú bara svona meira til gamans.

Og svo áftam ísland ég er búin að reyna allt en get hvergi horft á þessa blessuðu leiki var búin að kaupa aðgang og eyddi fyrri hálfleiknum í að reyna að sjá eitthvað í stöðugu sambandi við hjálpina hjá síðunni sem ákvað svo bara að endurborga mér :( En ég get þó allvega hlustað og fylgst með gæti verið verra!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Hjátrú er nú mjög skemmtilegt fyrirbæri En þú varst ekkert öfundast útí vinnuna hans Simo, meira að monta þig af hótelinu sem hann vinnur á Heheh

Íris, 30.1.2007 kl. 17:16

2 identicon

Eins gott að vara sig á illa auganu  kv. Sæfinna

Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Spurning sko! Hver veit afhverju svona hlutir gerast... Vona samt að Illa augað láti ykkur bara í friði. Og hvað er með Simo?? er hann búinn að vinna yfir sig eða hvað?? Vona að hann hressist.. Knús til ykkar..

andrea marta vigfúsdóttir, 31.1.2007 kl. 12:35

4 identicon

Æ elsku Harpa mín, ég hef enga trú á svona illu auga....enda er þetta meira aðdáun þegar fólk horfir á þig mín kæra  en ég hef nú meiri áhyggjur af manninum þínum, þetta er nú ekki sniðugt, þarf hann ekki bara á konunni sinni að halda

Kv. Elísabet 

Elísabet (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 14:53

5 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Takk stelpur mínar, jújú hann hafði ekkert borðað og lítið sofið og var með mjög slæman hausverk daginn eftir en er nú orðin hress og ætlar að koma til okkar seinnipartinn á morgun. :) En hann byrjaði kl 7 í morgun þarf að vinna frameftir í kvöldi og byrja aftur kl 7 í fyrramálið svo ég fæ væntanlega þreitta mann á morgun.

Harpa Bragadóttir, 31.1.2007 kl. 17:21

6 Smámynd: Íris

En þú færð hann þó heim
Og vonandi er hann að hressast

Íris, 31.1.2007 kl. 21:50

7 identicon

Já þú vekur sko eftirtekt hvert sem þú ferð, vil nú meina að það hafi verið fegurð fyrir að fara þegar fólkið var að horfa á eftir þér en ekki illt auga.  En sjálf er ég nú alveg bullandi hjátrúafull en er ekki alveg að kaupa þessa

Vona að Simo sé orðin alveg hress og þið hafið það rosalega gott.

Bömer með leikinn í dag var að verða brjáluð hér, og er farin að bölva þessum liðum sem haf unnið okkur og efa sko ekki um að þau lið séu með hiksta  en strákarnir okkar hafa staðið sig mjög vél, Kristján stríðir mér með einum leikmanninum því þegar hann skoraði öskraði ég I love you og hann var sko ekki lengi að grípa það

Jæja hafið það ofsalega gott

knús og kossar.

k.kv. vigga

vigga (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband