Margt að gerast

Mikið að gerast í þessari viku, það sem stendur hæst er að Sæfinna frænka eignaðist stóra stelpu á sunnudaginn. Til hamingju með það Sæfinna, Sindri og Grétar Þór stóri bróðir. Brosandi  Og okkur fynnst nafnið á stelpunni æði en er ekki viss en hvort ég megi blaðra því út um allt strax, þarf að fá leyfi. Svo er hún alveg eins og mamma sín æðislega sæt. Nú og svo átti Sara sæta mín tveggja ára afmæli 19.okt og takk fyrir allar kveðjurnar. Það var lítil afmælisveisla bara voða notó og þrír pakkar ég held að hún hafi verið afar sátt ekkert að skilja það neitt að þetta var eitthvað að snúast um hana enda hjálpuðust allir við að opna pakkana. hehe. Og svo kláraðist ramadan júhúu á þriðjudaginn og við fórum í mat til Jamilu frænku og fengum couscous og eyddum deginum þar og fórum svo í heilsubótargöngu á ströndinni á meðan bíllinn fékk smá þvott. (bílastæðið er sjálfvirka þvottastöðin fullt af strákum að bjóðast til að þvo bílana svo við þáðum það) Tók nokkrar sætar myndir það var svo fallegt veður en það var líka lognið á undan storminum því það ringdi allan dagin á eftir með þrumum og eldingum og það ringdi í dag og er spáð skúrum það sem eftir er vikunar held ég. Og krakkarnir í haustfríi og við erum bara búin að hanga inn en svona er það bara. Við bökuðum bara pizzu í dag og gerðum kalla úr pizza deiginu okkur til skemmtunar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Til hamingju með "stóru" frænku :) Auðvitað á maður að nota rigningardaga svona. Ætli það verði ekki þannig hjá okkur magnúsi á morgun.

Íris, 26.10.2006 kl. 23:32

2 Smámynd: Íris

ekkert smá fallegar myndir af þeim á ströndinni.

Íris, 26.10.2006 kl. 23:47

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Til hamingju með að ramadan skuli vera lokið ;) og já til hamingju með frænkuna, og dótturina og pizzadeigskallana! Já bara til hamingju með allt saman :)!

andrea marta vigfúsdóttir, 27.10.2006 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband