Frí og aftur frí

Já þá er þessi frítörn búin í bili ekki meiri frí fyrr en thanksgiving 23-24 nóv sem er eftir tvær vikur. Ég get ekki séð hvernig maður á að geta unnið með börnin stöðugt í fríi í þessum blessuðu skólum hérna. Ekki það að það sé ekki gott að hafa börnin heima á meðan maður er heima og getur haft ofan af fyrir þeim. Við höfðum það sem sagt bara aldeilis gott í þessari löngu helgi. Það er lítill skógur við ströndina hérna sem var í gamladaga þegar Simo var lítill rosalega flottur og Simo á margar góðar minningar þaðan tívoli og fínir veitingastaðir. En í dag er allt í niðurníðslu tívolíið er enn starfrækt en það er allt ryðgað, brotið og ég myndi ekki fyrir mitt litla líf leifa krökkunum að fara þar inn. Svo við höfum bara alltaf keyrt ströndina og farið í göngu þeim megin en eftir að við fórum síðast í fríinu á ströndina þar sem myndirnar eru á barnalandi þá keyrðum við í gegn um garðinn og sáum öldunga í fótbolta á gömlu bílaplani sem nýlega hafði verið malbikað.

Við ákváðum svo þegar fríið byrjaði aftur að fara þangað með fótbolta og leifa Kristófer aðeins að pústa út og svo enduðum við á að eyða öllu fríinu þarna. Þetta reyndist svo vera hin mesta paradís og við sem höfðum alltaf bara keyrt framhjá. Það hafa nefnilega allir gefið þennan stað upp á bátinn ja eða svona flestir það er ekki alveg save að vera þarna ég myndi aldrei fara ein með börnin þangað en á meðan það er karlmaður með í för er allt í góðu.

IMG_2766Fyrsta daginn fórum við í fótbolta og körfubolta þann næsta byrjuðum við á fótbolta og enduðum svo á að skoða okkur um og fórum inn í skóginn og þar var lækur með froskum, drekaflugum og engisprettum og klifruðum í trjánum. Fórum svo á kaffihús í miðjum garðinum sem mér hefði aldrei dottið í hug að fara því vegurinn þangað er hálflokaður og þú þarft að keyra í gegnum hlið sem er ekki alveg opið og hliðið er hálfpartinn að detta niður en jú það vita þó nokkuð margir af þessu því það er alltaf slatti af fólki, þú situr fyrir framan gamla tjörn með fallegt útsýni og fullt af fuglalífi en tjörnin er nú samt ca þrisvar til fjórum sinnum skítugri en tjörnin í Reykjavík kyrrðin og rólegheitin eru yndisleg þarna. Þar sáum við nokkra strákpakka vera að fiska.

Þannig að þegar við komum daginn eftir þá höfðum við veiðistöngina með og byrjuðum á að spila svolítinn fótbolta og svo fórum við að fiska löbbuðum um og fundum tjörn fyrir aftan kaffihúsið en þar hafði verið fugla dýragarður í gamladaga og merki um göngustíga og einu sinni fallegan garð og nokkur búr í niðurníðslu þar er nú búið að setja fatalufsur fyrir opin og fólk tekið sér þetta fyrir húsnæði nema eitt þar sem við sáum 3 apa með yfirráðin. Við tjörnina voru þrír strákar að dorga og kenndu okkur tökin og á endanum höfðum við ásamt strákunum veit 10-15 fiska sem voru einhverskonar gullfiskar en myntu mig líka á pirana með brodda á bakinu sem þeim þeim tókst að stinga okkur með. Já já ekki ætluðum við að borða þessi grey og spurðum strákana hvað þeir vildu gera við þá fyrst sögðust þeir ætla að taka þá en hættu svo við og við slepptum þeim öllum og þeir voru ekki lengi að hverfa í brúnu drullutjörnina hehe. Simo hafði grunað að þeir ætluð sér að borða þá en voru of feimnir til að taka þá því þetta var ekki geðsleg tjörn og einn strákurinn sem hafði synt í tjörninni var allur í einhverju kílum sem hann gat ekki losnað við þótt hann væri búin að fara til læknis jakk.

Ég tók nokkrar myndir sem ég set inn á barnaland en gleymdi henni þegar við fórum að veiða svo það eru engar myndir af tjörninni og öpunum en af læknum svo þið getið aðeins ímyndað ykkur hvernig tjörnin var en þetta er samt æðislegt svolítið eins og í ævintýri löngu gleymdur garður fallegur en ansi skítugur, sorglegt því það væri hægt að gera hann enn fallegri og hægt að nýta hann á svo margan hátt en kannski myndi staðurinn þá missa sjarmann með margmenni sem getur verið þreytandi eins og þegar við Linda ætluðum með krakkana í garðinn fræga og krakkar eins og maurar út um allt og maður naut þess ekki neitt. Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili heyrumst síðar........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Hæhæ!!
Ekkert smá skemmtileg  frásögn.  Ætla að segja Lárus Oddi hana.  Bið að heilsa öllum :) :)

Íris, 7.11.2006 kl. 21:12

2 Smámynd: Sigga

já, aldeilis skemmtilegt að finna uppgötva þennan garð - er viss um að Kristófer hafi fundist þetta geggjað!

Sigga, 8.11.2006 kl. 12:42

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Sannkallað ævintýri þetta! :) Yndislegt... ekki leiðinlegt fyrir Kristó að upplifa svona! Eða þig ef því er að skipta. Mjög skemmtileg frásögn og lífgaði verulega upp á grámyglulegan dag! Knús til allra..

andrea marta vigfúsdóttir, 9.11.2006 kl. 11:31

4 identicon

Alltaf gaman að lesa frásagnirnar þínar :)  Það er svo margt gaman að gerast hjá ykkur. 

Knús á ykkur

vigga (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 19:13

5 identicon

Elsku Harpa, það virðist vera nóg að gera hjá þér, og ég tala nú ekki um þegar það er frí í skólanum. Hér hjá okkur var vetrarfrí í eina viku. Ef það er kalt hjá þér, þá er -9 hér og hrikalega mikið rok.

Kveðja Jóna Dís

Jóna Dís Bragadóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 22:37

6 identicon

Gott að heyra að þið séuð búin að finna ykkar litlu paradís, þið eruð greinilega dugleg að finna ykkur eitthvað að gera í fríunum. Kv. Sæfinna

saefinna (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 17:45

7 Smámynd: Íris

Þú verður að halda áfram að segja sögur sem þið gerið...nota þetta nefnilega í leikskólanum "vitið að vinkona mín á heima í afríku og...."  þeim finnst þetta mjög spennandi, ég verð að fara að koma svo ég geti sagt þeim almennilegar sögur ;)

Íris, 19.11.2006 kl. 13:25

8 Smámynd: Sigga

það er kominn tími til að blogga mín kæra

hlakka til að heyra frá þér

xxxxx

Sigga, 21.11.2006 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband