Marrakesh

fauteuilriad1

Hérna hef ég haldið mig síðastliðna viku yndislegt alveg hreint. Herbergið okkar var þarna fyrir aftan sólhlífarnar grafið inn í gróðri og svona útaf fyrir sig frábært. Krakkarnir semsagt í vetrarfríi og við fórum í sólina og Simo. Hann var því miður að vinna alla dagana en fór með okkur út á kvöldin. En við krakkarnir nutum okkar bara í garðinum. Þar voru einn broddgöltur, tveir hundar, þrír kettir, fjórir fuglar og níu skjaldbökur og ásamt sundlauginni sem var ísköld og ég rétt dífði tánnum ofani þá gátum við dundað okkur þar mest allan tímann. Já er bara að spá í að flytja þangað heheh nema þegar ég hugsa til þess að það er byrjun mars og 30 stiga hiti og fer bara hækkandi fram í ágúst þá veit ég ekki alveg hvort ég meika að vera þar þegar það er 45-50° stig. En sem sagt yndislegt vetrarfrí hjá okkur skrifa meira og set myndir af okkur á barnaland. Læt hérna fylgja mynd af herberginu okkar líka en það var reyndar búið að taka út sófann og setja tvö lítil rúmm fyrir krakkana.

chrose


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vááá æði.  Krakkarnir hafa ábyggilega haft gaman af dýralífinu þarna.  Mig dreymir orðið um hita, meiri hita já og hita ekki veikinda hita heldur SÓL er orðin þokkalega beygluð og bogin.  Gaman að heyra frá þér og frábært að þið hafið haft það gott í vetrarfríinu.

Knús og kveðja.

Vigga

Vigga (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

æðislegt! :) gaman að þið gátuð slakað á saman. Ég kem sko pottþétt að heimsækja þig þegar ég flyt til Spánar!! Vil endilega sjá fullt af skrítnum dýrum!!

andrea marta vigfúsdóttir, 4.3.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Sigga

ahh vetrafrí eru alltaf brill - hlakka til að sjá myndirnar xx

Sigga, 4.3.2007 kl. 10:30

4 Smámynd: Íris

Gaman að heyra!! Brosti samt af hitanum í vetrarfíinu ykkar, hehe.  Hlakka til að sjá myndirnar af ykkur á barnalandi Heilsa fjölskyldunni.

Íris, 4.3.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband