Fínasti sunnudagur alveg hreint

Skrítið hvernig sumir dagar bara ganga upp og aðrir ekki. Í gær var ég hoppandi pirruð yfir allt og engu og Kristó var farinn að líta á mig og segja "mamma, af hverju ertu svona pirruð" Vöknuðum seint, fórum út seint og borðuðum bara eitthvað og einhverntíman, krakkarnir rifust eins og hundur og köttur yfir öllu og enduðum svo daginn á að fara seint að sofa. Allt í drasli vaskaði ekki einu sinni upp.

Í morgun vöknuðum við samt á skikkanlegum tíma, borðuðum morgunmatinn, svo þreif ég allt ruslið og draslið sem ég hafði safnað saman í gær, bakaði pönnukökur, setti í tvær vélar, tók út úr frystinum fyrir kvöldið, drifum okkur út og keyptum nesti í bakarínu og fórum í picnic á ströndina með flugdreka, fótbolta og skemmtum okkur vel. Svo komum við heim slöppuðum af eftir sólina, krakkarnir horfðu á teiknimynd og ég gat lesið í bók. Svo þurfti að láta Kristó gera heimalærdóminn og svo drifið í að elda, koma krökkunum í bað, taka úr vélinni, taka krakkana upp úr og klæða og borða og svo horfa á teiknmynd og inn að sofa. Allt gekk svo smurt og ekkert vandamál, engin rifrildi allir í góðu skapi.

Hmmm hver stendur fyrir þessu, af hverju eru dagarnir svona svart og hvítt. Jæja ánægð er ég að fá þetta 50/50 ekki vildi ég alltaf hafa allt á öðrum endanum og ef allt væri í þessu fína alltaf væri ég ekki að skrifa þetta og þakka fyrir daginn í dag sem var svo yndislegur. Þetta er væntanlega svona af góðri ástæðu. W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Sko dagarnir eru ólíkir svo þeir verði ekki leiðigjarnir eða held það.  En þekki þetta!  Hafðu það gott snúlla.

Íris, 11.3.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Nákvæmlega það sem Jóna Íris sagði

Gerða Kristjáns, 11.3.2007 kl. 21:35

3 identicon

Það er líka svo dæmigert að krakkarnir verða í brjáluðu skapi þegar maður er pirraður sjálfur. 

Það má segja að ég dauð öfundi ykkur að geta farið á ströndina í picnic ferð það er einfaldlega SLAG VEÐUR hér núna takk fyrir góðann daginn

En það er alltaf æðislegt að eiga góðann dag og frábært að heyra frá ykkur.

Knús og kveðja

Vigga

Vigdís Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Hvernig gæti maður þekkt góðu dagana úr ef þeir slæmu kæmu ekki?!?!?!

andrea marta vigfúsdóttir, 12.3.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband