Lítið í fréttum

Það verður engin maraþonfærsla eins og oft hjá mér. Ekki af því að ég hafi lært að hafa hemil á munræpunni, nei nei það hefur bara lítið gerst. Sara veiktist á þriðjudaginn var með hita og kvef en er ansi hress í dag ekkert kvef engin hiti. Ég var bara í náttfötunum allan gærdaginn og fór ekkert út þannig að nú förum við Sara í göngutúr. Það er svo fallegt veður ekki ský á himni og 26 stiga hiti.

Fimmti í ramadan, bara ca.25 dagar eftir :)


Mín sólbrunninn á nefinu!

Vaknaði kl sjö með Söru í morgun og var að spá í hvað ég ætti að gera þegar ég væri búin að keyra Söru í leikskólann þar sem ég vissi að Simo mundi ekki vakna fyrr en um hádegi, tók ég kakuro bókina mína með og hugsaði með mér að ef ég væri heppinn þá fyndi ég opið kaffihús. Þegar ég kom á leikskólann hitti ég Lindu sem var að koma með Aminu á leikskólann og við drifum okkur saman og fundum eitt kaffihús opið niður við ströndina og sátum þar allan morguninn þangað til við þurftum að sækja stelpurnar aftur. Það var sko aldeilis yndislegt og ég sólbrann á nefinu ekki jafn yndislegt en framlengir sumarbrúnkunni kannski aðeins. Við vorum svo ánægðar að finna eitthvað opið því langflestir kaffi- og veitingastaðir eru lokaðir á daginn út af ramadan, svo við sátum einar framan af en svo bættust við hjón mjög líklega túristar frá hótelinu á móti. Við vorum nú eiginlega á leiðinni á mc donalds héldum að það væri eina leiðin til að fá kaffi. Hehe já ekki held ég að það sé gaman að vera túristi yfir ramadan flest allt lokað og mannlífið frekar fátæklegt svona framan af deginum en svo fyllist allt og allir versla eins og brjálæðingar, þið kannist kannski við að koma úr vinnunni og fara í búðina sár svöng og kaupið allskonar vitleysu og alltof mikið í þokkabót, þannig er Simo honum langar í allt í búðinni en ég held í taumana veit að hann borðar eina súpuskál og drekkur líter af vatni og þá er hann saddur og langar ekkert í allar kræsingarnar sem eru á borðinu. Venjan hjá flestum er að borða Harira súpu, döðlur og einskonar pönnukökur með smjöri og hunangi og reyndar margt fleira og svo seinna um kvöldið sumir um 8 en aðrir 10-11, er borðaður kvöldmatur. Við ætlum að reyna að borða bara kl hálf sjö þegar Simo má borða fyrst því krakkarnir þurfa svo að fara að sofa kl átta svo fær Simo sér snarl um kvöldið og vaknar svo kl 4 og fær sér morgunmat. En svo vaknar hann með Kristó kl 6 svo ég geti sofið til 7 og þá vakna ég með Söru og hann fer aftur og leggur sig. Annars átti ég bara mjög svo ánægjulegan ramadandag. Jæja Annar í ramadan og bara 20 og eitthvað dagar eftir :)

Ramadan

Þar sem ekki allir í vinir og vandamenn vita hvað ramadan er þá ætla ég að skrifa nokkur orð um það sem ég veit ekkert um eða þannig er að spá í að smella staðreyndum frá wikipediu fyrst og svo nokkur orð um hvernig fjölskyldan hefur það um ramadan.

Ramadan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ramadan, sem er níundi mánuður íslamska ársins er föstumánuður Múslima. Fastan er haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.

Fastan er þó einungis eitt af því sem ber að forðast eða sérstaklega framkvæma þennan miklvæga mánuð í trúarlífi múslima. Forðast skal að drekka eða borða og einnig allt kynlíf frá sólarrás (fajr) fram til sólseturs (maghrib). Meðan Ramadan stendur yfir er múslimum ætlað að leggja enn meir á sig að fylgja kenningum íslam og taka afstöðu gegn ofbeldi, reiði, öfund, losta og illu umtali. Að fasta er sagt hreinsa hugann og auðvelda einbendingu að Guði.

Að fasta undir Ramadan er ekki ætlað öllum. Börn sem ekki eru orðin kynþroska er ekki ætlað að fasta þó svo að sum geri það. Þeir sem eru sjúkir eða á annan hátt veikburða eru undanteknir frá föstunni og eins er með gamalt fólk. Einnig er hafandi konum eða konum með börn á brjósti ekki ætlað að fasta.

Hvenær árs, hvenær dags?

Íslamska dagatalið miðast við tunglgang og þess vegna færist Ramadan til á milli ára um u.þ.b. 11 daga og er lengd mánaðarins breytileg, annað hvort 29 eða 30 dagar. Ekki er hægt að segja til nákvæmlega hvenær mánuðurinn byrjar þar sem það fer eftir hvenær sést til nýs tungls. Þessar reglur um föstu milli sólarupprás og sólseturs voru gerðar fyrir sólargang á Arabíuskaga og er ekki hægt fyrir til dæmis íslenska múslimi að fara eftir þeim bókstaflega. Til að gerar föstuhald á Ramadan möguleg á norðurhveli (og einnig á suðurhveli) eru til viðurkenndir útreikningar. Ef fylgt er gangi himintungla ætti Ramadan að standa yfir á eftirfarandi tíma næstu þrjú árin:

  • 2006 – fyrsti dagur: 23. september; síðasti dagur: 22. október
  • 2007 – fyrsti dagur: 12. september; síðasti dagur: 11. október
  • 2008 – fyrsti dagur: 31. ágúst; síðasti dagur: 29. september

Flestir múslimir velja að fylgjast með hvenær sést til tungls til að hefja og ljúka Ramadan, en sumir fylgja heldur útreikningi á gangi himintugnla eða eða tilkynningu frá yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Múslimska hátíðin Id al-Fitr endar Ramadanföstuna.

Þar hafiði það, ég verð að viðurkenna að ramadan er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég tek ekki þátt í ramadan þá er maður svolítið utanveltu þegar maður er svangur og hef svolítið samviskubit að vera að borða, pukrast með þetta. En sem betur fer þá þurfa krakkarnir að borða svo ég borða með þeim og þá er Simo skilin út undan. Nú og svo verður fólk þreytt og pirrað af því að borða ekki og Simo er vanur að leggja sig og sofnar seint í staðinn. Krakkarnir þurfa að vakna snemma og þar með talin ég svo ég fer snemma að sofa og þetta setur allt úr skorðum hvað fjölskyldulífið varðar.

Fólk í kringum mig segir að ég verði að prófa alla vegana einn og einn dag og eru að reyna að telja mér trú um að þetta sé holt og gott fyrir líkaman. Humm já mín skoðun er sú að ÉG efast mjög um að þetta sé gott. Og læt nú ekki plata mig út í svona vitleysu heheh:) Ég var að vinna í 10-11 þar sem ég byrjaði að vinna kl 9 um morguninn og þar sem ég er mikil svefnpurka og var oft að vinna til miðnættis deginum áður þá gaf ég mér ekki tíma til að borða morgunmat og svo var alltaf mesti álagstíminn í hádeginu og maður fór alltaf síðastur í mat sem var þá oftast nær um þrjú og það fyrsta sem ég borðaði og drakk um daginn. Mér leið ekkert vel á þessu tímabili og leit alltaf út eins og drusla þreytt og reitt.

En ég reyni að gera mitt besta og virða þennan tíma og taka þátt í honum eins og hægt er. Simo hefur tekið þátt í jólunum þótt honum finnist stressið og kaupæðið út í hött, þannig að ég bíst við því að við lítum á þetta svipuðum augum þó allt öðruvísi :)

En svona er þetta verð samt að viðurkenna að mér finnst fólk sem vinnur með börn ætti ekki að fasta, fólk hefur misgott skap og mér líður ill af að vita af börnunum mínum í skóla. Hvernig veit ég hvort einhver er ósanngjarn og kannski öskrar á börnin mín af því að það er allt of stutt í þráðinn. Hmm þau eiga náttúrulega að vera "prófessional" og vera vön ramadan og það á alls ekki að koma fyrir því í þessum mánuði er mjög mikilvægt að vera góður við náungan og sérstaklega börn en ef þú hefur ekkert borðað allan daginn með 20 krakka öskrandi já ekki veit ég það hvernig ég myndi haga mér. En sem betur fer þá er Kristó með enskan aðalkennara og Sara er svo lítil að þær hljót að sýna þeim þolinmæði. Ég bara vona það besta og vona að við eigum eftir að eiga góðan ramadan mánuð. Æ ég er bara eitthvað að velta mér uppúr þessu í fyrra þegar ramadan kláraðist sagðist ég ætla að vera á íslandi á næsta ári alveg búin að fá nóg heheh jú og hér er ég í marokkó ramadan byrjar á morgun. Við erum boðin í mat hjá Jamilu móðursystur hans Simo þetta verður fínt ég helli mér bara yfir ykkur hérna á blogginu þegar ég verð pirruð, veit að þið þolið það. Ein með ramadankvíða :)


Haustið í Casa

Ohh ég er svo að njóta þess að vakna snemma koma krökkunum í skólann og rölta svo í temmilega svölu veðri á kaffihús með karlinum mínum og sudoku eða kakuro, fá mér kaffi og njóta þess að vera í rólegheitum. Veit að þetta er bara stutt tímabil því svo þurfum við að fara að vinna svo ég nýt þess alveg í botn. Já við lesum líka atvinnudálkinn í blaðinu og erum bæði farinn að leita okkur að vinnu vitum ekki hvað verður um snakk staðinn okkar þar sem að það var ákveðið að opna hann ekki yfir rammadan þar sem hann mundi mjög líklega ekki standa undir sér. Svo hann er búin að vera lokaður í ágúst vegna sumarfríis og tók því ekki að opna hann fyrir þrjár vikur í sept.

Zico stóri bróðir hans Simo (árinu eldir og höfðinu minni) kom í heimsókn í síðustu viku, höfum ekki sést í fimm ár en hann býr í París. Það var voða gott að fá hann í heimsókn hann hefur ekkert breyst og krökkunum fannst hann æðislegur og hann var voðalega hrifinn af krökkunum og er hann ekki barnamaður. Spilaði fótbolta með Kristó í playstaiton og það fannst Kristó sko ekki leiðinlegt. Og Sara elti hann á röndum.

Jæja ætla að drífa mig út á kaffihús og njóta blíðunnar ;)


Veðrið, stöðumælar og Lazy town

Æ var búin að skrifa einhvern slatta og fór svo að hjálpa Kristó með nintendo tölvuna sína en við í sameiningu vorum búin að vinna marió bros leikinn og okkur tókst að þurrka allt út og höfum ekki hugmynd hvernig við gerðum það og á meðan settist Sara við tölvuna og þegar ég tók hana úr sætinu þá rak ég mig í takka og þurrkaði út allt sem ég var búin að skrifa hérna úff ég vona bara að það verði ekkert fleira dagurinn er bara rétt að byrja já eða þannig. Kristo þarf náttlega bara að vakna kl hálf sjö þótt að það sé ekki skóli og hann sem fór að sofa kl hálf ellefu í gærkvöldi. Sara vaknaði rétt fyrir átta svo ég þurfti nú ekkert að fara á fætur fyrr en þá þar sem Kristó kveikir alltaf bara á barnaefninu og þessa stundina eru þau að horfa á Lazy town á arabískri stöð send út frá að ég held Dubai. Já Anna Kristín (ef þú lest þetta) svefnpurkan vaknar kl 6 á morgnanna núna takk fyrir til að koma stráknum í skólann.

Já það sem ég var búin að skrifa hérna áðan var að það er að kólna hjá okkur sem er bara mjög gott því nú er 17 stig á nóttinni og 26 stig á daginn bara alveg passlegt og ég vona bara að það kólni ekkert meira strax því þá fer okkur að verða verulega kalt. En ég semsagt lokaði gluggunum í gærkvöldi í fyrst skipti síðan ég kom frá íslandi já þeir hafa verið opnir 24/7 og það sést glögglega á gardínunum inn í svefnherbergi en þar eru þunnar undirgardínur sem er alltaf fyrir glugganum og þar sem opið á glugganum er eru þær svartar eftir sumarið og svo allt í kring sæmilega ljósbrúnar. Það gefur manni svona smá hugmynd hversu mikil mengunin er hérna, fyrir utan að gólfið er skúrað annan hvern dag og ég alltaf á táslunum, þvæ mér tvisvar á dag en er samt alltaf jafn svört á iljunum, ógeðslegt alveg.

Smá svona innsýn í casablanca heiminn. Datt í hug í gær þegar ég var að leggja bílnum þegar ég keyrði Söru á leikskólann hvað það er indælt að hafa lifandi stöðumæla. Já þannig virkar það hérna að menn leigja götur og standa svo við sýna götu og hjálpa þér að leggja í stæði, bakka leggja á hann örlítið lengra stopp áfram. Maður má samt ekki treysta þeim alveg stundum eru þeir nú bara að tjatta við einhvern annan á meðan og eru ekkert að horfa á hvað þeir eru að leiðbeina en vitandi það þá er voða gott þegar maður kemur frá íslandi og getur lagt allstaðar, að fá smá hjálp en hér eru oft lítil stæði sem erfitt er að leggja í. Og svo það besta maður gefur þeim það sem maður vill en svona algengast er að gefa þeim 2 dh sem eru 15kr og þá skiptir ekki máli hvað þú leggur lengi og engir sektarmiðar upp á 2500kr ef maður borgar ekki ef maður hefur ekki klink þá segir maður bara æ ég borga þér næst ;)

Sæfinna mín til hamingju með daginn í gær.

Þangað til næst ................ ps Ramadan byrjar eftir viku :(


Já haustið komið með nýrri bloggfærslu

Ég var aldrei viss um að ég ætlaði að halda þessari síðu úti en ætla að sjá hvernig haustið leggst í mig. Það hefur margt gerst síðan síðast og þó ekki svo og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.  Ferðin heim frá Íslandi gekk bara vel, var löng og sumir þreyttari enn aðrir sérstaklega ég þar sem ég náði 1-2 tíma svefni fyrir ferðalagið lögðum af stað um 5 um morguninn og ég ætlaði að versla ýmislegt í flughöfninni en það fór allt á annan veg. Eins og þegar ég fór um jólin þá endaði ég á að bíða í einn og hálfan tíma í biðröð til að tékka mig inn og mamma með krakkana út í bíl á meðan. Rétt náðum að kaupa eina Andrésar Syrpu fyrir Kristó og hlupum svo út í vél og vorum næst síðust inn. Og svo var bara leiðinda 6kl tíma bið í London og krakkarnir bara yndislegir voru bara englar ekkert vesen og Sara rölti bara og ég þurfti ekkert að halda á henni. En við vorum ansi þreytt þegar við komum heim og sofnuðum öll og vorum svo bara í rólegheitum daginn eftir. Nú og síðan þá hefur það bara verið ströndin og mest afslöppun hitta ættingja Simo sem voru hér í sumarfríi og hafa það gott.

Krakkarnir byrjuðu í skólanum í síðustu viku. Og ég er bara búin að slappa af þar sem ég veiktist á sunnudeginum, áður en þau byrjuð, með ælupest og svo hélt ég væri aðverða fín á fimmtudeginum en svo var ég ómöguleg aftur í gær og í dag með niðurgang svo þessir dagar hafa farið í mest lítið. En mikið var ég fegin að sjá hjálparhelluna mína á föstudaginn, hún missti pabba sinn um daginn og hefur verið í fríi í mánuð. En kom alveg á réttum tíma þegar ég hafði ekkert þrek í svona stúss (varla hún heldur en) og þreif allt hátt og lágt hér á föstudaginn eftir að hafa komið frá marakkes með lest kl 7 um morguninn ósofinn ég æltaði nú bara að senda hana heim aftur en neinei það vildi hún ekki en var orðin ansi þreytt þessi elska um fjögur þegar hún loksins fór og mín með smá samviskubit já alveg hellings. En vonandi fer þetta nú að skána allt og ég ætla að fara að leita mér að vinnu svona hvað úr hverju, þarf að fara að skrifa eitthvað niður á c.v. og fara að láta alla vita hversu hrikalega klár tækniteiknari ég sé. Það kemur allt í ljós síðar annars er bara allt fínt að frétta af okkur meira um krakkana á barnalandi og bráðum myndir þar líka af sumrinu. Sakna ykkar allra kossar og knús til Íslands

P.s. já Helga þú kíkir nú kannski hérna megin líka en það er sko sól og hiti hérna ennþá en við erum orðin leið á ströndinni þótt við gætum enn farið meira að segja Kristó nennir ekki lengur. En hér er búið að vera heitara í lok ágúst byrjun sept  en allan júlí - ágúst mánuð og inn í íbúð er búið að vera 28-29 stiga hiti prófið bara að sofa í því svitabaði.


Ceuta - Casa, Casa - Ceuta

Fórum í smá til einskins ferðalag í gær. Þannig er að við keyptum bíl þegar við vorum á spáni og tókum hann vitanlega með okkur þegar við fluttum til Marokkó en þar sem að bílinn kostaði okkur 4900 evrur og að setja hann yfir á Marokkóskt nr mundi kosta okkur 5000 evrur slepptum við því bara. Nema að núna er tíminn útrunni sem að við megum hafa hann inn í landinu á erlendu númeri svo við spurðumst fyrir og við getum selt mér bílinn og haft hann í 6 mánuði í viðbót svo við lögðum í hann kl 19:00 í gær til Ceuta (Septa á Marokkósku) sem er spænsk borg í marokkó til að selja mér bílinn og koma með hann til baka. Ferðalagið tók rúma 5 tíma og vorum við kominn til Ceuta korter yfir miðnætti bara til þess að fá að vita það þetta er ekki hægt þar sem að hver bíll má vera í landinu í sex mánuði ekki hver eigandi og þegar við spurðum en við vorum búin að spurja lögregluna í casa og hún sagði ekkert mál. Þá sagði bossinn bara þeir vita ekkert í sinn haus þarna vita ekkert um lögin og segja bara það sem þeim dettur í hug. Sem þýddi það að við gátum farið inn í Ceuta og sofið og farið til baka eða bara fara beint til baka sem við og gerðum og vorum kominn aftur til Casa kl 6 um morguninn. Sara svaf sem betur fer langleiðina og ég náði að dotta eitthvað en Simo greyið keyrði bara og hefur sofið mest allan daginn. Kristó hins vegar var svo heppinn að fá að gista hjá frænda sínum Daoud og vaknaði snemma í morgun og fór í sund í garðinum hjá honum. Nú á ég sem sagt að vera að pakka fyrir íslandsferðina en hef mig ekki í að byrja og hangi bara á netinu í staðinn. En eitt gott við það þó Anna frænka var á msn og við fórum að spjalla og hvað haldið hún er á leiðinni til íslands og það vill svo skemmtilega til að hún kemur á fimmtudaginn þarf að fljúga í gegnum London lendir kl 17 eins og ég og tekur sömu vél og ég heim........ og það munaði litlu að Sigga og Bob hefðu verið í sömu vél áttu bókað en flýttu um einn dag og kom á mið. hahah svona er nú ísland lítið og tilviljanirnar skemmtilegar og þægilegar nú fæ ég hjálp með krakkana og þarf ekki að bíða ein í fjóra tíma í London. ;)


Veisla

Te

Vorum að koma úr veislu, Junes frændi hans Simo var að útskrifast. Þetta var svona alveg hreint týpísk marokkósk veisla, við komum um þrjúleitið og bara konur mættar og krakkar jú það er fótboltatíð svo það sjást ekki karlmenn á þessum tíma neinstaðar. Tónlistinn svona passlega há svo það sé öruggt að ekki sé hægt að tala saman enda er það óþarfi einhver gæti farið að segja eitthvað móðgandi og það borgar sig ekki að láta of mikið af kjaftasögum fara í gang. Svalur Svo stendur ein, tvær konur upp og dansa svona öðru hvoru, hinar klappa í takt. Yfirleitt sitja konur í einu herbergi, karlmenn í einu og svo eru krakkarnir yfirleitt út í garði eða öðru herbergi. Sara var frekar feimin og vildi ekkert vera innan um allar þessar kerlingar og borðaði sýnar kökur og vildi svo bara vera úti svo ég var blessunarlega laus við að sitja inn í steikjandi hita með tónlistina í botni og var bara með krökkunum úti í fótbolta. Svo fengum við veislumat kjúkling og kúskús og svo fullt af ávöxtum í eftirrétt.


Fleiri myndir

Á leiðinni.........

Já ég og krakkarnir erum á leiðinni heim. Við leggjum í hann á fimmtudaginn, fljúgum til London þurfum að bíða 4 tíma á flugvellinum og verðum ekki kominn fyrr en 23:10. Ætlunin er að jafna sig eftir ferðina og fara svo undir fjöllin og gista á Skarðshlíð í nokkra daga og njóta náttúrunnar og hreina loftsins. Svo verður stoppað nokkra daga í bænum og svo farið í Borganes og jafnvel haldið í Stykkishólm en það á eftir að planleggja þetta allt betur þar sem ákvörðunin er frekar nýleg að koma. Fyrir utna þá staðreynd að ég hef aldrei planað nokkurn skapaðan hlut á minni ævi. Svo verður það aftur höfuðborgin og svo förum við aftur 20.júlí ætli við höldum ekki einhverja afmælisveislu fyrir kappann 18 eða 19. júlí því hann á afmæli þann 21. júlí. Stoppum semsagt í 3 vikur og höfum planað að fá sólina lánað með okkur frá marokkó svo það verður sólskin allann júlímánuð á íslandi ;)

Fyrsta bloggfærsla

Jæja stelpur þá verð ég að vera með á blog annars fæ ég örugglega ekkert að vera með lengur í þessari grúbbu. Og aldrei að vita nema að maður verði duglegri að blogga á alvöru bloggi ég er svo lengi að komast inn í kerfið á barnalandi en annars er það nátlega bara afsökun og annað orð yfir leti.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband