16.1.2007 | 22:20
Bíðibíðibíð............
Já ég er bara að bíða þessa dagana. Fór á mánudaginn í síðustu viku og sótti um hraðari nettengingu, jújú ekkert mál kemur eftir tvo daga. Eftir tvo daga fór ég aftur til að ath þetta jú heyrðu nú er búið að samþykkja þetta það tekur tvo daga eftir það................... já já ég fór nú samt daginn eftir til að ýtreka það og í gær og í dag og ég fer væntanlega líka á morgun, því ekki er hún komin enn. En hef notað tímann í staðinn til að laga til svona ýtarlega, tók herbergið hans Kristó í gegn og breytti og henti fullt af drasli og tók bókhaldið í gegn og svona þannig að maður er búin að vera svolítið duglegur eftir allt saman
Annars er bara allt gott að frétta af okkur, veðrið svona tralala frekar kalt en ekki eins og á íslandi en við erum samt alltaf í norsku ullarnærfötunum frá ömmu Stínu.
Athugasemdir
Svo 2 daga bið getur orðið löng í Marakó? Ekki eins og þú hafir verið að drölla samt á meðan! Þyrfti nú að taka þetta 2 í gegn hér líka, dem.
Íris, 17.1.2007 kl. 09:13
það er svo gott stundum að taka til og henda og koma bókhaldinu í stand! vonandi verðu 2ja daga ekki biðin að 2ja vikna dæmi! púff! x
Sigga, 17.1.2007 kl. 12:18
ef það eru ekki hitakútar, þá eru það tölvurnar... :) vona að þetta komist í lag, og þið heppin að eiga norsk ullarnærföt! Ekki slæmt það!
andrea marta vigfúsdóttir, 17.1.2007 kl. 13:22
Frábært að nota tímann til að taka bókhaldið í gegn, úff það er bara leiðinlegt. Vonandi færðu tenginguna sem fyrst!
Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 15:18
2 daga.
HÆTTU tessu kvarti lol svona lagad tekurnu bara 3vikur litla noregi hehe..
Eva Sigurrós Maríudóttir, 17.1.2007 kl. 19:54
Þú notar allavega tímann vel á meðan þú ert að bíða.
EN hvað norsk ullarföt varðar fer mér nú strax að klæja *úhú hrollur*
Knúsar á ykkur og já velkomin heim
Vigdís Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 11:31
erti enn að bíða? hehe
Íris, 23.1.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.