Til hamingju handboltaþjóð

Það var aldeilis gaman að fá nettenginguna og komast í fréttirnar og sjá að íslendingar unnu og það með 8 marka mun íha til hamingju með það.

Já ég er að vona að ég sé hætt að bíða en tengingin er ekki stöðug ennþá, dettur út þegar henni hentar eða réttara sagt þegar mér hentar illa og talvan er búin á því eftri allt þetta vesen svo nú þarf ég að kaupa nýja. Vonandi það gerist á morgun en þar sem ég bý í marokkó verður væntanlega ein eða tvær vikur í að það gangi upp. En ég hef ekki verið þekkt fyrir annað en bjartsýni svo að sjálfsögðu fæ ég hana á morgun og allt verður í gúddí.

Annars allt gott að frétta karlinn kominn heim í tvo daga, það er indælt þótt þreyttur sé. Og ég held bara áfram að bíða eftir að geta byrjað að vinna. Kíkið á barnaland líka setti loks inn myndir frá jólunum, áramótin koma næstu jól ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Já, vinkona! þú hefur nú alltaf tekið lífun með stakri ró. Svo að bíða í viku fyrir þig er eins og 2 tímar fyrir mig og allt hefst þetta á endanum.
Já og eins gott að þeir tosuðu buxurnar upp og reimuðu skóna vel!  Með allt þetta stuðningslið úti og skít tapa fyrir lélegu liði.  Þeim hefði aldrei verið fyrirgefið.  Svo eigum við líka tennislið sem gekk mjög vel úti.........það er nú minna talað um það.

Íris, 24.1.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Það var nú reyndar badminton ;)  en, já, áfram Ísland! og GO HARPA!

andrea marta vigfúsdóttir, 24.1.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigga

elska badminton! langar sjúklega að komast í að spila badminton reglulega! látið mig vita ef að þið vitið um ienhvern sem væri til í að spila 1x í viku!

Sigga, 24.1.2007 kl. 11:13

4 Smámynd: Íris

sko þarna sjáið þið, alltof lítið fjallað um þetta, ég vissi ekki einu sinni hvaða íþrótt þetta var, hehe

Íris, 24.1.2007 kl. 14:17

5 identicon

Humm að hverju misti ég, hvar er karlinn þinn búin að vera?

kannski mér að kenna er svo lítið á netinu eitthvað þessa dagana. 

já og ég vona að þú sért komin með tölvu núna :)

knúsar á ykkur

vigga (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband