27.1.2007 | 10:43
Nýja tölvan kominn í hús :)
Fékk fínu tölvuna mína í gær og aldeilis ánægð með hana get ekki slitið mig frá henni allt í drasli og krakkarnir og ég enn á náttfötunum En nú held ég að ég geti bara farið að vinna eitthvað á mánudaginn svei mér þá. Er farinn að hlakka til að fara að vinna og hafa ekki tíma í neitt af því að ég er svo upptekin heheh Já minnið mig nú á það þegar ég fer að kvarta að ég hafi ekki tíma til að blogga
En að handboltanum spurning um að fara út með krakkana og þreyta þá svolítið svo ég fái frið að hlusta á handboltann Hmmm en það er nú lika spurning að vera gott foreldri og gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin mín ekki af því að ég þurfi að hafa þau þæg hehhe. En svo klikkaði ég alveg á því að ég keypt enga hátalara svo nú neyðist ég til að kaupa aðgang til að horfa á hann (þótt ég geti að sjálfsögðu enn notað fartölvuna til þess að hlusta á ruv) en vil að sjálfsögðu bara nota fínutölvuna núna annars trúi ég á strákana er viss um að þeir standi sig vel í dag og að þetta verði spennandi leikur.
En já ég man ekki hvort ég var búin að skrifa eitthvað um það en fyrir þá sem ekki vita þá er Simo að vinna í Marakkes á Sofitel hóteli sem yfirþjónn og líkar rosalega vel hann þarf að vera í actioni þannig líður honum best nóg að gera nú er hann með 600manna hóp í morgun mat og hádegismat yfir helgina. Hérna er hægt að sjá myndir af hótelinu: http://www.sofitel.com/sofitel/fichehotel/gb/sof/resort/3569/fiche_hotel.shtml læt mig dreyma um að gista þar en efast stórlega að Simo hafi áhuga á að fara í frí í vinnunna
Athugasemdir
Til hamingju með nýju tölvuna.
Ég kannast sko vel við að hafa allt í drasli.
Mikið hrillilega er ég ánægð með STÁKANA OKKAR (er það ekki þannig þegar þeir vinna) var orðin þvílíkt spennt hérna og börnn eru sko stein hææt að botna í mömmu sinni þegar hún horfir á leikina.
Hótelið er ekkert smá flott sem Simó er að vinna á, já held ég verði að segja það með þér ég læt mig dreyma.
Nú á maður eftir að sjá oft blogg frá þér, komin ný tölva og svonahe he
knús og kossa
kv. vigga
vigga (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 01:45
Halló og til hamingju með nýju tölvuna ég verð örugglega dugleg að trufla þig í vinnunni. kv.Sæfinna
Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 12:39
Hey, við stelpurnar verðum bara að koma í vinkonuferð og vera á hótelinu! Simo getur þjónað okkur ;) hehehe... En já, þú veist kannski af síðunni sportsvideos.com, en þar er hægt að kaupa aðgang að leiknum fyrir 3 evrur held ég. ÁFRAM ÍSLAND!
Knús héðan
andrea marta vigfúsdóttir, 28.1.2007 kl. 12:58
Lukku með tölvuna, segi sama og Sæfinna, nú trufla ég þig við vinnuna. Mikið ertu dugleg að hafa svona langt á milli ykkar Simo. Knús til ykkar allra vinkona!
Já og áfram Ísland. Þeir eru áfram strákarnir okkar þrátt fyrir tapið í dag
Íris, 28.1.2007 kl. 21:22
Til hamingju segi ég nú bara líka! bið að heilsa xxx
Sigga, 29.1.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.