Jarðskjálfti - 6 á righter

Ég hef ekki nennt að blogga undanfarið af því mér hefur bara ekki fundist neitt spennandi að blogga um bara það sama alltaf núna undanfarið en svo áttum við þessa ágætu helgi núna sem ég bloggaði aðeins um á barnalandi og setti inn nokkrar myndir.

JarðskjálftinnEn í dag var jarðskjálfti hérna fyrir utan Casablanca já eða á milli Marokkó og Portúgal. Ég fann vel fyrir honum, fyrst kom lítill skjálfti sem ég hélt að hefði verið bara trukkur að keyra fram hjá því það gerði það einnig heheh. Og svo kom stærri skjálftinn og það það kom dá góður titringur. Og mér bara stóð ekkert á sama vissi ekki hvar skjálftinn átti upptökin krakkarnir í skólunum og gat hvergi fengið upplýsingar svona einn tveir og þrír þangað til ég fann þessa jarðskjálftasíðu sem myndin er tekin frá. Ég hef oft lent í jarðskjálfta og meðal annars í Tokyo og það var nú sæmilegur jarðskjálfti en aldrei verið hrædd en núna jaa ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég bara treysti ekki byggingunum hérna í Casa hef nefninlega séð hvernig aðfarirnar eru og þær eru ekki íslenskar það get ég sagt ykkur. Jamm mín smá smeik og ekki vön að viðurkenna það, við atlanshafið með tsunami draum sem mig dreymdi oftar en einu sinni áður en ég varð tvítug í huganum. Ætli maður verði ekki móðursjúkari með aldrinum svei mér þá.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Úff, skil að þú hafir orðið hrædd. Mátt það líka  Var einmitt að hugsa um daginn hvað það væri langt síðan ég hafi fundið fyirr almennilegum skjálfta.  Ekki það að mig langi eitthvað mjög til þess
Vonadi líður þér betur, varð Kristó ekkert hræddur?

Íris, 12.2.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

ææ.. ekki skemmtilegt! Skrýtið með þennan draum! En að dreyma flóðbylgju táknar oftast veikindi eða einhverja tímabundna erfiðleika. Eitthvað sem við öll lendum í :) Þú getur huggað þig við að ég flyt líklega bráðum til Spánar og þá er ég enga stund að skreppa yfir til þín ef eitthvað bjátar á!!!

andrea marta vigfúsdóttir, 13.2.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Ég held því fram að þetta gerist þegar maður eignast börn. Var rosalega slæm t.d. af flughræðslu fyrst eftir að ég átti krakkana, hefur aðeins lagas.

Kv

Eva Sigurrós Maríudóttir, 13.2.2007 kl. 10:40

4 Smámynd: Sigga

hmm já skil þig vel að vera smeyk, sérstaklega þar sem að byggingarstíllinn er mun öðruvisi þarna úti! Þegar ég bjó í Hveragerði þá voru nú skjálftar að meðaltali einusinni á dag og maður var nú farinn að kippa sér ekkert upp við þá en Svava systir fékk taugaáfall í hvert skipti! En samt! Man eftir 17 júní skjálftanum - hann var rosalegur! Þegar eftirskjálfta var spáð þá setti ég sjónvarpið mitt inn í skáp, treysti ekki hillunni minni (ikea hilla sem var búið að setja saman og taka sundur að meðaltali 4x á ári í 15 ár!!)! Vonandi koma ekki fleiri stórir skjálftar! xxx 

Sigga, 13.2.2007 kl. 14:27

5 Smámynd: Sigga

díííí...þoli stundum ekki það sem ég skrifa!! Til dæmis: byggingarstíllin mun öðruvísi! HELLÓ...oh boy - ég biðs forláts - kannski að ég ætti bara að skella mér í íslenskunám með hinum útlendingunum hérna!

Sigga, 13.2.2007 kl. 14:28

6 identicon

úff já skil nú að þér hafi ekki staðið á sama, ég verð eiginlega að segja að þegar jarðskjálftarnir voru árið 2000 þá varð ég bara rosalega hrædd.  Svaf í tjaldi í eina nóttina he he.. 

Vá hvað er langt síðan, var ófrísk af Díönu þá.

En vona að þeir verði ekki fleirri.

knús og kveðja.

vigga (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:23

7 identicon

Já manstu eftir skjálftunum í Tokyo, og þar dúuðu húsin svona með, spurning hvort Marakkóbúar eru eins séðir og japanir að byggja húsin með þetta í huga, ekki alveg viss

Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband