26.4.2007 | 09:27
Hef engan tima til að skrifa
Ætla samt að skrifa nokkur orð. Mamma, pabbi og Kristín komu semsagt að heimsækja okkur og við höfðum það voða gott saman. Ég er flutt út í sveit og vakna við fuglasönginn og sjóinn, er með æðislegan garð sem ég og krakkarnir getum leikið okkur í. Er internetsambandslaus og verð það væntanlega út næstu viku. En það fer eftir hversu fljótir lengi þeir eru að tengja mig út í sveit. Allt gott að frétt sumarið að koma og læt heyra af mér betur síðar.
Og til hamingju með daginn Sigga.
Athugasemdir
Gott að heyra frá þér
Já, það tekur líklega tíma að fá tengingu svona miðað við allan hraða hjá Maraco búum. Bið að heilsa öllum.
Íris, 26.4.2007 kl. 09:45
Jahérna.. mikið er nú gott að heyra frá þér! Hlakka til að heimsækja þig í sveitina ;) vona að þið hafið það rosa gott!
andrea marta vigfúsdóttir, 26.4.2007 kl. 11:50
Til hamingju að vera búin að flytja - svoleiðis nokk tekur á :) enjoy! knús og kossar x
Sigga, 26.4.2007 kl. 21:28
UMM sé þetta allt alveg fyrir mér, langar að sjá myndir þegar þú getur, þar sem þú býrð. Úff hvað ég væri til í að vera stödd þar sem er sjór, fuglasaungur og sól. Sé þig fyrir mér standa í kjól við ströndina með sólhatt og og já kannski svolítið drama.
Allavega til hamingju með þetta allt saman og vona að þið hafið það ofsalega gott.
Knús og kossar
vigga (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 22:26
Ég er líka til í myndir
Gerða Kristjáns, 28.4.2007 kl. 23:45
Hæ og gaman að heyra aðeins frá þér. Til hamingju með flutninginn og ég vona að tengingin fari að koma ég er farin að sakna kaffispjallsins á msn. Kv. frá Eyjum
Sæfinna (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.