24.6.2006 | 21:44
Á leiðinni.........
Já ég og krakkarnir erum á leiðinni heim. Við leggjum í hann á fimmtudaginn, fljúgum til London þurfum að bíða 4 tíma á flugvellinum og verðum ekki kominn fyrr en 23:10. Ætlunin er að jafna sig eftir ferðina og fara svo undir fjöllin og gista á Skarðshlíð í nokkra daga og njóta náttúrunnar og hreina loftsins. Svo verður stoppað nokkra daga í bænum og svo farið í Borganes og jafnvel haldið í Stykkishólm en það á eftir að planleggja þetta allt betur þar sem ákvörðunin er frekar nýleg að koma. Fyrir utna þá staðreynd að ég hef aldrei planað nokkurn skapaðan hlut á minni ævi. Svo verður það aftur höfuðborgin og svo förum við aftur 20.júlí ætli við höldum ekki einhverja afmælisveislu fyrir kappann 18 eða 19. júlí því hann á afmæli þann 21. júlí. Stoppum semsagt í 3 vikur og höfum planað að fá sólina lánað með okkur frá marokkó svo það verður sólskin allann júlímánuð á íslandi ;)
Athugasemdir
Geggjað...ég ætlaði líka að fljúga heim á fimmtudeginum...en flýtti ferðinni um einn dag og fer heim á miðvikudagskvöldið....annars hefðum við lent á sama tíma! En já, vonandi náum við að hittast í næstu viku...sjáðu ferðaplanið mitt á blogginu mínu knús og kossar
Sigga (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 12:57
Frábært að þið séuð á leiðinni á klakann, ég vona svo sannarlega að þú getir gíkt við. Ég hef ekki séð Kristófer síðan hann var pínu pínu lítill og aldrei séð litlu Söru prinsessu.
En það eru allir að fá sér nýtt blogg og mér líður ekkert smá sveitó með þetta gamla.
En rosalega flott blogg hjá þér, til lukku með það.
Góða ferð.
vigga (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 17:04
Oh, hlakka til að hitta ykkur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Íris, 25.6.2006 kl. 19:07
Jei... Harpa kemur með sólina til mín!
Svo máttu ekki gleyma því að þú ert að fara að hitta litla frænda þinn og vera með okkur þar sem við feðgarnir verðum í orlofi í allt sumar ;)
Hafþór bróðir (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.