25.6.2006 | 21:44
Veisla
Vorum að koma úr veislu, Junes frændi hans Simo var að útskrifast. Þetta var svona alveg hreint týpísk marokkósk veisla, við komum um þrjúleitið og bara konur mættar og krakkar jú það er fótboltatíð svo það sjást ekki karlmenn á þessum tíma neinstaðar. Tónlistinn svona passlega há svo það sé öruggt að ekki sé hægt að tala saman enda er það óþarfi einhver gæti farið að segja eitthvað móðgandi og það borgar sig ekki að láta of mikið af kjaftasögum fara í gang. Svo stendur ein, tvær konur upp og dansa svona öðru hvoru, hinar klappa í takt. Yfirleitt sitja konur í einu herbergi, karlmenn í einu og svo eru krakkarnir yfirleitt út í garði eða öðru herbergi. Sara var frekar feimin og vildi ekkert vera innan um allar þessar kerlingar og borðaði sýnar kökur og vildi svo bara vera úti svo ég var blessunarlega laus við að sitja inn í steikjandi hita með tónlistina í botni og var bara með krökkunum úti í fótbolta. Svo fengum við veislumat kjúkling og kúskús og svo fullt af ávöxtum í eftirrétt.
Athugasemdir
engar smá kræsingar þarna! En já fótboltatíð...ég er orðin ansi húkkt á þessu og get ekki beðið eftir að komast til íslands til að fá smá frí! ég er svo skrýtin að ég er komin með ógeð...en samt horfi ég á leiki og hef smá gaman af meira að segja! en þetta er barasta eitthvað svo mikið!
sigga (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 12:23
mmm, hefði vilja komast í smá kræsingar. En karlarnir hafa semsé horft á boltann meðan þú spilaðir ;) lýst vel á það hjá þér.
Íris, 26.6.2006 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.