27.6.2006 | 17:32
Ceuta - Casa, Casa - Ceuta
Fórum í smá til einskins ferðalag í gær. Þannig er að við keyptum bíl þegar við vorum á spáni og tókum hann vitanlega með okkur þegar við fluttum til Marokkó en þar sem að bílinn kostaði okkur 4900 evrur og að setja hann yfir á Marokkóskt nr mundi kosta okkur 5000 evrur slepptum við því bara. Nema að núna er tíminn útrunni sem að við megum hafa hann inn í landinu á erlendu númeri svo við spurðumst fyrir og við getum selt mér bílinn og haft hann í 6 mánuði í viðbót svo við lögðum í hann kl 19:00 í gær til Ceuta (Septa á Marokkósku) sem er spænsk borg í marokkó til að selja mér bílinn og koma með hann til baka. Ferðalagið tók rúma 5 tíma og vorum við kominn til Ceuta korter yfir miðnætti bara til þess að fá að vita það þetta er ekki hægt þar sem að hver bíll má vera í landinu í sex mánuði ekki hver eigandi og þegar við spurðum en við vorum búin að spurja lögregluna í casa og hún sagði ekkert mál. Þá sagði bossinn bara þeir vita ekkert í sinn haus þarna vita ekkert um lögin og segja bara það sem þeim dettur í hug. Sem þýddi það að við gátum farið inn í Ceuta og sofið og farið til baka eða bara fara beint til baka sem við og gerðum og vorum kominn aftur til Casa kl 6 um morguninn. Sara svaf sem betur fer langleiðina og ég náði að dotta eitthvað en Simo greyið keyrði bara og hefur sofið mest allan daginn. Kristó hins vegar var svo heppinn að fá að gista hjá frænda sínum Daoud og vaknaði snemma í morgun og fór í sund í garðinum hjá honum. Nú á ég sem sagt að vera að pakka fyrir íslandsferðina en hef mig ekki í að byrja og hangi bara á netinu í staðinn. En eitt gott við það þó Anna frænka var á msn og við fórum að spjalla og hvað haldið hún er á leiðinni til íslands og það vill svo skemmtilega til að hún kemur á fimmtudaginn þarf að fljúga í gegnum London lendir kl 17 eins og ég og tekur sömu vél og ég heim........ og það munaði litlu að Sigga og Bob hefðu verið í sömu vél áttu bókað en flýttu um einn dag og kom á mið. hahah svona er nú ísland lítið og tilviljanirnar skemmtilegar og þægilegar nú fæ ég hjálp með krakkana og þarf ekki að bíða ein í fjóra tíma í London. ;)
Athugasemdir
æ, en frábært að Anna geti hjálpað þér!! Næst læturðu mig vita í tíma og ég fer til London og hjálpa þér ;) Maður verður að hafa allar klær úti. Þetta hefur nú ekki verið neitt smá ferðalag hjá ykkur. Já einmitt "einskis ferðalag"
Íris, 27.6.2006 kl. 18:18
Vá þú heppin að Anna sé þarna á sama tíma í sama flugi og þú. En þvílík vonbrigði í samb. við bílinn. Annars er ég með hugmynd. Þú kemur bara yfir á bílnum til Alicante þegar ÉG fer þangað og verður driverinn minn hehehe.
Vigdís Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.