Já haustið komið með nýrri bloggfærslu

Ég var aldrei viss um að ég ætlaði að halda þessari síðu úti en ætla að sjá hvernig haustið leggst í mig. Það hefur margt gerst síðan síðast og þó ekki svo og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja.  Ferðin heim frá Íslandi gekk bara vel, var löng og sumir þreyttari enn aðrir sérstaklega ég þar sem ég náði 1-2 tíma svefni fyrir ferðalagið lögðum af stað um 5 um morguninn og ég ætlaði að versla ýmislegt í flughöfninni en það fór allt á annan veg. Eins og þegar ég fór um jólin þá endaði ég á að bíða í einn og hálfan tíma í biðröð til að tékka mig inn og mamma með krakkana út í bíl á meðan. Rétt náðum að kaupa eina Andrésar Syrpu fyrir Kristó og hlupum svo út í vél og vorum næst síðust inn. Og svo var bara leiðinda 6kl tíma bið í London og krakkarnir bara yndislegir voru bara englar ekkert vesen og Sara rölti bara og ég þurfti ekkert að halda á henni. En við vorum ansi þreytt þegar við komum heim og sofnuðum öll og vorum svo bara í rólegheitum daginn eftir. Nú og síðan þá hefur það bara verið ströndin og mest afslöppun hitta ættingja Simo sem voru hér í sumarfríi og hafa það gott.

Krakkarnir byrjuðu í skólanum í síðustu viku. Og ég er bara búin að slappa af þar sem ég veiktist á sunnudeginum, áður en þau byrjuð, með ælupest og svo hélt ég væri aðverða fín á fimmtudeginum en svo var ég ómöguleg aftur í gær og í dag með niðurgang svo þessir dagar hafa farið í mest lítið. En mikið var ég fegin að sjá hjálparhelluna mína á föstudaginn, hún missti pabba sinn um daginn og hefur verið í fríi í mánuð. En kom alveg á réttum tíma þegar ég hafði ekkert þrek í svona stúss (varla hún heldur en) og þreif allt hátt og lágt hér á föstudaginn eftir að hafa komið frá marakkes með lest kl 7 um morguninn ósofinn ég æltaði nú bara að senda hana heim aftur en neinei það vildi hún ekki en var orðin ansi þreytt þessi elska um fjögur þegar hún loksins fór og mín með smá samviskubit já alveg hellings. En vonandi fer þetta nú að skána allt og ég ætla að fara að leita mér að vinnu svona hvað úr hverju, þarf að fara að skrifa eitthvað niður á c.v. og fara að láta alla vita hversu hrikalega klár tækniteiknari ég sé. Það kemur allt í ljós síðar annars er bara allt fínt að frétta af okkur meira um krakkana á barnalandi og bráðum myndir þar líka af sumrinu. Sakna ykkar allra kossar og knús til Íslands

P.s. já Helga þú kíkir nú kannski hérna megin líka en það er sko sól og hiti hérna ennþá en við erum orðin leið á ströndinni þótt við gætum enn farið meira að segja Kristó nennir ekki lengur. En hér er búið að vera heitara í lok ágúst byrjun sept  en allan júlí - ágúst mánuð og inn í íbúð er búið að vera 28-29 stiga hiti prófið bara að sofa í því svitabaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að heyra frá þér!!! Láttu þér batna, það byðja allir að heilsa. Knús og kossar til ykkar alllllra
Íris og co

Íris (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 00:29

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Æ hvað er gott að heyra frá þér :) Söknum ykkar líka! Risaknús!!

andrea marta vigfúsdóttir, 12.9.2006 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband