Myglað......................

Já Sæfinna hefur rétt fyrir sér bloggið mitt er að mygla. Ég lofaði líka upp í ermina á mér og ætlaði að skrifa ferðasöguna frá íslandi og ætla alltaf að byrja en svo finnst mér það svo mikið mál að ég sleppi því svo ekkert verður úr bloggi. Svo það er spurning um að byrja einhverstaðar og láta þetta koma smátt og smátt.

Við erum semsagt komin "heim" fyrir löngu alveg að verða komin mánuður síðan og ég hef bara haft mikið að gera síðan ég kom reynt að vinna og sjá um heimilið og krakkana jú og karlin líka. Eintómt skutl alla daga með börnin og karlinn og í búð og ýmislegt. En það er samt allt að komast í fastar skorður, sem er bara yndælt en kemst samt allt betur í gang þegar ramadan lýkur (föstumánuður múslima).

Fór á ströndina í fyrst skipti í gær síðan ég kom og náði heilmiklum lit á þessum smá tíma sem við lágum fórum reyndar lítið í sjóin þótt Kristó sagði að hann væri ekkert kaldur það voru bara ekki nógu stórar öldurnar svo hann vildi frekar leita að skeljum. Nb krakkarnir eru búnir að fara nokkru sinum en ég hef ekki gefið mér tíma.

Ætla láta þetta duga í bili vinnan bíður og ætla að reyna að skrifa oftar og lítið í einu frekar. Ef einhverjir eru að bíða eftir myndum þá týndi ég einhverstaðar snúrunni hugsanlega á íslandi svo ég verð að kaupa nýja þangað til engar myndir á barnalandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Æ hvað er gott að heyra frá þér Harpa mín!! Hefði viljað hitta þig miklu meira meðan þú varst hérna!! En kannski bara styttist í að ég geti heimsótt þig :D Risaknús til ykkar allra!

andrea marta vigfúsdóttir, 23.9.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Íris

OMG, færsla!! Gott að heyra frá þér elsku vinkona
Hehe, á ströndina segirðu.... mmm, jájá,  og lít, gott fyrir ykkur. Hér er búið að draga fram gamosíurnar, vetlinga og kaupa nýja trefil. Litinn fæ ég úr Dove litakreminu mínu ;) 

Íris, 23.9.2007 kl. 15:18

3 identicon

hæ sæta, ég pant fá að hitta þig næst - hinar verða bara að bíða ég er ekki búin að hitta þig í 5 ár eða eitthvað - rosalegt. En gaman að sjá þig á lífi og bloggandi - þrusu gott mál. Till next time ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:20

4 identicon

Nei sko, bara komin aftur! Gaman að heyra frá þér og vertu nú dugleg að blogga því ég tími ekki að vera að trufla þig mikið í vinnunni. Kv. Sæa sæta

Sæfinna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband