16.9.2006 | 09:48
Veðrið, stöðumælar og Lazy town
Æ var búin að skrifa einhvern slatta og fór svo að hjálpa Kristó með nintendo tölvuna sína en við í sameiningu vorum búin að vinna marió bros leikinn og okkur tókst að þurrka allt út og höfum ekki hugmynd hvernig við gerðum það og á meðan settist Sara við tölvuna og þegar ég tók hana úr sætinu þá rak ég mig í takka og þurrkaði út allt sem ég var búin að skrifa hérna úff ég vona bara að það verði ekkert fleira dagurinn er bara rétt að byrja já eða þannig. Kristo þarf náttlega bara að vakna kl hálf sjö þótt að það sé ekki skóli og hann sem fór að sofa kl hálf ellefu í gærkvöldi. Sara vaknaði rétt fyrir átta svo ég þurfti nú ekkert að fara á fætur fyrr en þá þar sem Kristó kveikir alltaf bara á barnaefninu og þessa stundina eru þau að horfa á Lazy town á arabískri stöð send út frá að ég held Dubai. Já Anna Kristín (ef þú lest þetta) svefnpurkan vaknar kl 6 á morgnanna núna takk fyrir til að koma stráknum í skólann.
Já það sem ég var búin að skrifa hérna áðan var að það er að kólna hjá okkur sem er bara mjög gott því nú er 17 stig á nóttinni og 26 stig á daginn bara alveg passlegt og ég vona bara að það kólni ekkert meira strax því þá fer okkur að verða verulega kalt. En ég semsagt lokaði gluggunum í gærkvöldi í fyrst skipti síðan ég kom frá íslandi já þeir hafa verið opnir 24/7 og það sést glögglega á gardínunum inn í svefnherbergi en þar eru þunnar undirgardínur sem er alltaf fyrir glugganum og þar sem opið á glugganum er eru þær svartar eftir sumarið og svo allt í kring sæmilega ljósbrúnar. Það gefur manni svona smá hugmynd hversu mikil mengunin er hérna, fyrir utan að gólfið er skúrað annan hvern dag og ég alltaf á táslunum, þvæ mér tvisvar á dag en er samt alltaf jafn svört á iljunum, ógeðslegt alveg.
Smá svona innsýn í casablanca heiminn. Datt í hug í gær þegar ég var að leggja bílnum þegar ég keyrði Söru á leikskólann hvað það er indælt að hafa lifandi stöðumæla. Já þannig virkar það hérna að menn leigja götur og standa svo við sýna götu og hjálpa þér að leggja í stæði, bakka leggja á hann örlítið lengra stopp áfram. Maður má samt ekki treysta þeim alveg stundum eru þeir nú bara að tjatta við einhvern annan á meðan og eru ekkert að horfa á hvað þeir eru að leiðbeina en vitandi það þá er voða gott þegar maður kemur frá íslandi og getur lagt allstaðar, að fá smá hjálp en hér eru oft lítil stæði sem erfitt er að leggja í. Og svo það besta maður gefur þeim það sem maður vill en svona algengast er að gefa þeim 2 dh sem eru 15kr og þá skiptir ekki máli hvað þú leggur lengi og engir sektarmiðar upp á 2500kr ef maður borgar ekki ef maður hefur ekki klink þá segir maður bara æ ég borga þér næst ;)
Sæfinna mín til hamingju með daginn í gær.
Þangað til næst ................ ps Ramadan byrjar eftir viku :(
Athugasemdir
Ætla að koma þessari tillögu til borgarsjórans okkar!! Hehe, Harpa, Kristo er heppinn að þú hafir farið í tölvuna með bræðrum þínum. Grei Lalli fær enga super mario kennslu hjá mér......
Gaman að heyra frá ykkur!
Íris, 16.9.2006 kl. 16:47
Ætla að koma þessari tillögu til borgarsjórans okkar!! Hehe, Harpa, Kristo er heppinn að þú hafir farið í tölvuna með bræðrum þínum. Grei Lalli fær enga super mario kennslu hjá mér......
Gaman að heyra frá ykkur!
Íris, 16.9.2006 kl. 16:47
Harpa það er eitthver auglýsing hérna hægra megin og stelpan sem kemur er svo lík þér snögt á litið.
He he já ég vona að þið hafið komist klakklaust í gegnum daginn án fleirri vandræða.
Ég er að verða annsi sjóuð í öllum þessum leikjum líka, það þykir líka svo mikið sport að sjá mömmu hans Kristjáns í tölvuleik eða vera úti að leika við krakkana.
Já ég get sko alveg trúað því að það sé léttir að hitinn hafi lækað á nóttunni. Allavega þegar við vorum úti þá var 25-30 stiga hiti á nóttunni og það var bara ógeð að sofa og svo vantaði aircondison(veit nú ekki hvort þetta er skrifað svona) allavega vorum við bara með venjul. viftur og eitthvað kælitæki og það var engan veginn að duga.
vigga (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 03:05
Takk fyrir það!
Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 20:55
gaman að heyra frá þér og frá lífinu í casablanca og takk fyrir ábendinguna í sambandi við innskráninguna! mun hafa samband við þau! speak soon x
Sigga, 20.9.2006 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.