21.9.2006 | 11:14
Haustið í Casa
Ohh ég er svo að njóta þess að vakna snemma koma krökkunum í skólann og rölta svo í temmilega svölu veðri á kaffihús með karlinum mínum og sudoku eða kakuro, fá mér kaffi og njóta þess að vera í rólegheitum. Veit að þetta er bara stutt tímabil því svo þurfum við að fara að vinna svo ég nýt þess alveg í botn. Já við lesum líka atvinnudálkinn í blaðinu og erum bæði farinn að leita okkur að vinnu vitum ekki hvað verður um snakk staðinn okkar þar sem að það var ákveðið að opna hann ekki yfir rammadan þar sem hann mundi mjög líklega ekki standa undir sér. Svo hann er búin að vera lokaður í ágúst vegna sumarfríis og tók því ekki að opna hann fyrir þrjár vikur í sept.
Zico stóri bróðir hans Simo (árinu eldir og höfðinu minni) kom í heimsókn í síðustu viku, höfum ekki sést í fimm ár en hann býr í París. Það var voða gott að fá hann í heimsókn hann hefur ekkert breyst og krökkunum fannst hann æðislegur og hann var voðalega hrifinn af krökkunum og er hann ekki barnamaður. Spilaði fótbolta með Kristó í playstaiton og það fannst Kristó sko ekki leiðinlegt. Og Sara elti hann á röndum.
Jæja ætla að drífa mig út á kaffihús og njóta blíðunnar ;)
Athugasemdir
Það hlýtur að vera gott að fá frænda í heimsókn!! Auðvitað fannst honum börnin skemmtileg............
Verð að segja að ég vildi vera í ykkar Simo sporum...njótið, njótið. ;)
Íris, 22.9.2006 kl. 09:55
ahh..hljómar allt mjög notalega! En hvernig virkar þetta ramadan aftur? Tekur þú alveg þátt í því?!
andrea marta vigfúsdóttir, 22.9.2006 kl. 12:20
Um að gera að njóta þess í botn að vera í fríi.
En ég sá hvað þú meintir með hana jólafrænku þína he he og ég sem hélt að ég væri snemma í þessu hí hí. En verð samt að segja ég skil hana mjög vel, ég væri sko til í að fara byrja að skreyta, en verð að bíða í smá tíma en svo ég verði ekki skrítnasta skrúfan í Hvolsvelli........ ég er það sko ekki.
vigga (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.