23.9.2006 | 13:26
Ramadan
Þar sem ekki allir í vinir og vandamenn vita hvað ramadan er þá ætla ég að skrifa nokkur orð um það sem ég veit ekkert um eða þannig er að spá í að smella staðreyndum frá wikipediu fyrst og svo nokkur orð um hvernig fjölskyldan hefur það um ramadan.
Ramadan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fastan er þó einungis eitt af því sem ber að forðast eða sérstaklega framkvæma þennan miklvæga mánuð í trúarlífi múslima. Forðast skal að drekka eða borða og einnig allt kynlíf frá sólarrás (fajr) fram til sólseturs (maghrib). Meðan Ramadan stendur yfir er múslimum ætlað að leggja enn meir á sig að fylgja kenningum íslam og taka afstöðu gegn ofbeldi, reiði, öfund, losta og illu umtali. Að fasta er sagt hreinsa hugann og auðvelda einbendingu að Guði.
Að fasta undir Ramadan er ekki ætlað öllum. Börn sem ekki eru orðin kynþroska er ekki ætlað að fasta þó svo að sum geri það. Þeir sem eru sjúkir eða á annan hátt veikburða eru undanteknir frá föstunni og eins er með gamalt fólk. Einnig er hafandi konum eða konum með börn á brjósti ekki ætlað að fasta.
Hvenær árs, hvenær dags?
Íslamska dagatalið miðast við tunglgang og þess vegna færist Ramadan til á milli ára um u.þ.b. 11 daga og er lengd mánaðarins breytileg, annað hvort 29 eða 30 dagar. Ekki er hægt að segja til nákvæmlega hvenær mánuðurinn byrjar þar sem það fer eftir hvenær sést til nýs tungls. Þessar reglur um föstu milli sólarupprás og sólseturs voru gerðar fyrir sólargang á Arabíuskaga og er ekki hægt fyrir til dæmis íslenska múslimi að fara eftir þeim bókstaflega. Til að gerar föstuhald á Ramadan möguleg á norðurhveli (og einnig á suðurhveli) eru til viðurkenndir útreikningar. Ef fylgt er gangi himintungla ætti Ramadan að standa yfir á eftirfarandi tíma næstu þrjú árin:
- 2006 fyrsti dagur: 23. september; síðasti dagur: 22. október
- 2007 fyrsti dagur: 12. september; síðasti dagur: 11. október
- 2008 fyrsti dagur: 31. ágúst; síðasti dagur: 29. september
Flestir múslimir velja að fylgjast með hvenær sést til tungls til að hefja og ljúka Ramadan, en sumir fylgja heldur útreikningi á gangi himintugnla eða eða tilkynningu frá yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Múslimska hátíðin Id al-Fitr endar Ramadanföstuna.
Þar hafiði það, ég verð að viðurkenna að ramadan er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég tek ekki þátt í ramadan þá er maður svolítið utanveltu þegar maður er svangur og hef svolítið samviskubit að vera að borða, pukrast með þetta. En sem betur fer þá þurfa krakkarnir að borða svo ég borða með þeim og þá er Simo skilin út undan. Nú og svo verður fólk þreytt og pirrað af því að borða ekki og Simo er vanur að leggja sig og sofnar seint í staðinn. Krakkarnir þurfa að vakna snemma og þar með talin ég svo ég fer snemma að sofa og þetta setur allt úr skorðum hvað fjölskyldulífið varðar.
Fólk í kringum mig segir að ég verði að prófa alla vegana einn og einn dag og eru að reyna að telja mér trú um að þetta sé holt og gott fyrir líkaman. Humm já mín skoðun er sú að ÉG efast mjög um að þetta sé gott. Og læt nú ekki plata mig út í svona vitleysu heheh:) Ég var að vinna í 10-11 þar sem ég byrjaði að vinna kl 9 um morguninn og þar sem ég er mikil svefnpurka og var oft að vinna til miðnættis deginum áður þá gaf ég mér ekki tíma til að borða morgunmat og svo var alltaf mesti álagstíminn í hádeginu og maður fór alltaf síðastur í mat sem var þá oftast nær um þrjú og það fyrsta sem ég borðaði og drakk um daginn. Mér leið ekkert vel á þessu tímabili og leit alltaf út eins og drusla þreytt og reitt.
En ég reyni að gera mitt besta og virða þennan tíma og taka þátt í honum eins og hægt er. Simo hefur tekið þátt í jólunum þótt honum finnist stressið og kaupæðið út í hött, þannig að ég bíst við því að við lítum á þetta svipuðum augum þó allt öðruvísi :)
En svona er þetta verð samt að viðurkenna að mér finnst fólk sem vinnur með börn ætti ekki að fasta, fólk hefur misgott skap og mér líður ill af að vita af börnunum mínum í skóla. Hvernig veit ég hvort einhver er ósanngjarn og kannski öskrar á börnin mín af því að það er allt of stutt í þráðinn. Hmm þau eiga náttúrulega að vera "prófessional" og vera vön ramadan og það á alls ekki að koma fyrir því í þessum mánuði er mjög mikilvægt að vera góður við náungan og sérstaklega börn en ef þú hefur ekkert borðað allan daginn með 20 krakka öskrandi já ekki veit ég það hvernig ég myndi haga mér. En sem betur fer þá er Kristó með enskan aðalkennara og Sara er svo lítil að þær hljót að sýna þeim þolinmæði. Ég bara vona það besta og vona að við eigum eftir að eiga góðan ramadan mánuð. Æ ég er bara eitthvað að velta mér uppúr þessu í fyrra þegar ramadan kláraðist sagðist ég ætla að vera á íslandi á næsta ári alveg búin að fá nóg heheh jú og hér er ég í marokkó ramadan byrjar á morgun. Við erum boðin í mat hjá Jamilu móðursystur hans Simo þetta verður fínt ég helli mér bara yfir ykkur hérna á blogginu þegar ég verð pirruð, veit að þið þolið það. Ein með ramadankvíða :)
Athugasemdir
Ég hef lesið svo mikið af bókum sem er sagt frá ramadan að ég vissi nokkurn veginn hvernig þetta virkaði. En vá hvað þetta hlýtur að vera erfitt einmitt fyrir þig að vera pukrast, kannski svipað því þegar einhver fer í aðgerð og þarf að fasta maður vill ekki borða fyrir framan hann.
En það sem mér fannst svo fyndið í dag var ég að skoða bloggið þitt og gat ekki kvittað þá, því börnin voru að kalla. Nema hvað að hún Díana stóð við tölvuna á meðan ég var að sinna hinum. Síðan heyri ég hughu svona innsog hljóð og vááá hvað hún er sæt. Þá hafði hún klikkað á myndina af þér og hún stækkaði. Þá veistu álit Díönu á þér :)
Vona að þið hafið það gott þarna úti og endilega hella úr sér hérna ;)
vigga (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 22:56
Takk fyrir thetta min kaera...var ad enda vid ad borda svinakjotskassu a la bob! aldrei neitt ramadan herna tho svo ad okkur veitti svosem ekki ad thvi held eg...fitubollurnar tvaer i london! take care xx
Sigga Harpa (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 19:05
Já, hún Harpa er sko ekkert smá sæt :) Þú átt alla mína samúð í sambandi við þetta matarleysisdæmi! Ég verð sjálf verulega skapill og slöpp ef ég borða ekki. Myndi sko pirrast út í guð sem fengi mig út í svona vitleysu! :)
andrea marta vigfúsdóttir, 25.9.2006 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.