Mín sólbrunninn á nefinu!

Vaknaði kl sjö með Söru í morgun og var að spá í hvað ég ætti að gera þegar ég væri búin að keyra Söru í leikskólann þar sem ég vissi að Simo mundi ekki vakna fyrr en um hádegi, tók ég kakuro bókina mína með og hugsaði með mér að ef ég væri heppinn þá fyndi ég opið kaffihús. Þegar ég kom á leikskólann hitti ég Lindu sem var að koma með Aminu á leikskólann og við drifum okkur saman og fundum eitt kaffihús opið niður við ströndina og sátum þar allan morguninn þangað til við þurftum að sækja stelpurnar aftur. Það var sko aldeilis yndislegt og ég sólbrann á nefinu ekki jafn yndislegt en framlengir sumarbrúnkunni kannski aðeins. Við vorum svo ánægðar að finna eitthvað opið því langflestir kaffi- og veitingastaðir eru lokaðir á daginn út af ramadan, svo við sátum einar framan af en svo bættust við hjón mjög líklega túristar frá hótelinu á móti. Við vorum nú eiginlega á leiðinni á mc donalds héldum að það væri eina leiðin til að fá kaffi. Hehe já ekki held ég að það sé gaman að vera túristi yfir ramadan flest allt lokað og mannlífið frekar fátæklegt svona framan af deginum en svo fyllist allt og allir versla eins og brjálæðingar, þið kannist kannski við að koma úr vinnunni og fara í búðina sár svöng og kaupið allskonar vitleysu og alltof mikið í þokkabót, þannig er Simo honum langar í allt í búðinni en ég held í taumana veit að hann borðar eina súpuskál og drekkur líter af vatni og þá er hann saddur og langar ekkert í allar kræsingarnar sem eru á borðinu. Venjan hjá flestum er að borða Harira súpu, döðlur og einskonar pönnukökur með smjöri og hunangi og reyndar margt fleira og svo seinna um kvöldið sumir um 8 en aðrir 10-11, er borðaður kvöldmatur. Við ætlum að reyna að borða bara kl hálf sjö þegar Simo má borða fyrst því krakkarnir þurfa svo að fara að sofa kl átta svo fær Simo sér snarl um kvöldið og vaknar svo kl 4 og fær sér morgunmat. En svo vaknar hann með Kristó kl 6 svo ég geti sofið til 7 og þá vakna ég með Söru og hann fer aftur og leggur sig. Annars átti ég bara mjög svo ánægjulegan ramadandag. Jæja Annar í ramadan og bara 20 og eitthvað dagar eftir :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Oh, langar í svona framandi mat þegar þú ert að lýsa þessu!!!

Kveðja til ykkar allra.

Hehe, þið í ramadan en ég að huga að því hvenær best sé að taka slátur :D)

Íris, 25.9.2006 kl. 23:40

2 identicon

Vá úff, held að þeir túristar segi sínum félögum að það sé hellingur af verslunum og veitingastöðum úti í Marakó en það borgi sig ekki að fara þangað því það sé allt lokað ;)
En ég væri sko til í sól og hita núna, erfitt að gera mér til hæfis. Ég var orðin þreytt á rigningunni hér áður en ég fór út, þreytt á hitanum þegar ég var úti og er orðin þreytt á kuldanum hérna núna. Ó boy ó boy

vigga (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 23:42

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

já.. það er ekki hægt að segja að ramadan geri lífið einfaldara! :) Dáist að því hvernig þið púslið öllu saman!

andrea marta vigfúsdóttir, 26.9.2006 kl. 10:55

4 Smámynd: Sigga

Jamm, tek undir allar stelpurnar - en hef reyndar aldrei verið hrifin af döðlum samt, en líst vel á pönnukökurnar sko! nammi namm

Sigga, 26.9.2006 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband