28.9.2006 | 10:13
Lítið í fréttum
Það verður engin maraþonfærsla eins og oft hjá mér. Ekki af því að ég hafi lært að hafa hemil á munræpunni, nei nei það hefur bara lítið gerst. Sara veiktist á þriðjudaginn var með hita og kvef en er ansi hress í dag ekkert kvef engin hiti. Ég var bara í náttfötunum allan gærdaginn og fór ekkert út þannig að nú förum við Sara í göngutúr. Það er svo fallegt veður ekki ský á himni og 26 stiga hiti.
Fimmti í ramadan, bara ca.25 dagar eftir :)
Athugasemdir
hey,besta er að heyra eitthvað frá þér og þínum :) Hausið er alveg yndislegt hérna á skerinu.
Kv
Íris
Íris, 28.9.2006 kl. 23:43
Já sammála Írisi, bara gott að heyra frá þér. En reyndar ekki gott að heyra að Sara hafi verið veik.
Viltu skifta um veður???? ég er til, brjálað rok og rigning hér. Hélt meir að segja að það væri hakl él úti áðan.
vigga (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 00:13
bíddu hvar býrð þú Vigga?? Er búin að vera úti á peysuni alla daga
Íris, 29.9.2006 kl. 09:32
já, haustið hefur nú bara verið ljómandi hérna í Borgarfirðinum. Því miður svolítið hvasst og því flottu haustlaufin flest farin :( En það er gaman Harpa mín hvað þú ert orðin dugleg að blogga :D
andrea marta vigfúsdóttir, 29.9.2006 kl. 10:31
Ég bý á hjaraveraldar held ég he he nei það er búið að vera æðislegt veður fyrir utan seinustu 2 daga+ dagurinn í dag. Í gær var brjálað rok og rigning, í raun var ekta vetrarlægð í gær svo ég verði svona svolítð veðurfræðingarleg.
Afhverju þarf ég alltaf að staðfesta með því að fara í póstinn minn þegar ég skrifa færslu hjá þér Harpa?
vigga (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 15:46
Já, Harpa, tek undir með stelpunum...maður þarf ekki alltaf að blogga maraþonfærslur!En úr því að við erum að tala um veðrið! Í dag er fyrsti haustdagurinn hér í London og það var skítakuldi (svona 7-8 gráður!!!) og við þurftum að setja hitann á í morgun! en jæja, kannski ekki seinna vænna víst að það er kominn október! Og kominn tími til að kaupa sér vetrarföt og þvo ullarsokkana!!!
Sigga, 3.10.2006 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.