Afmælishugleiðingar og rifrildi

Andrea vinkona varð þrítug á sunnudaginn 1.okt. Til hamingju með það mín kæra. Ég vildi að ég fengi svona afmælishelgi einhvern tíman en er búin að sjá fram á að ég þarf að plana það svolítið sjálf því ég er alltaf að bíða eftir að minn elskulegi eiginmaður geri eitthvað en honum finnast bara afmæli ekkert merkileg svo ég er bara búin að sætta mig við að afmæli eru ekkert merkileg. En núna er ég búin að sjá það að ef manni sjálfum finnast afmæli skemmtileg þá á maður að plana það sjálfur og fá sína með í lið. Þannig að nú hef ég 8 og hálft ár til að plana fertugsafmælið mitt hahahaha já einmitt ég er nefnilega þekkt fyrir að plana hluti fram í tíman en batnandi mönnum er best að lifa ekki satt. Ég byrja kannski bara á því að plana eitthvað fyrir afmælið hennar Söru sem á afmæli núna þann 19.okt.

Í gær fórum við í bíltúr sem við gerum reglulega en núna höfum við verið að fara í lengri ferðir og á aðra staði því Simo er að reyna að stytta tíman þangað til að hann getur fengið að borða og nennir ekkert að gera annað en að rúnta um. Svo núna er ég að uppgötva borgina öðruvísi en áður, þarf að taka myndavélin með og taka nokkrar myndir. Það er samt svolítið "riskí" að keyra um í ramadan mánuðinum því það er allir svona freeeekar uppstökkir. Simo stoppaði til að borga reikninga í ferðinni okkar í gær og á meðan biðum við Sara í bílnum, gatan var frekar mjó og vörubíll var að keyra framhjá okkur þegar annar bíll beygir inn í götuna og vildi ekki gefa eftir og sagði vörubílnum að bakka og eyddi 10-15 mín í að rífa kjaft og fullt af bílum söfnuðust fyrir aftan vörubílinn svo þegar gaurinn loksins bakkaði og vörubíllinn keyrði áfram þá voru fullt af bílum sem þurftu að keyra framhjá líka. úff ef hann hefði bakkað strax og við erum að tala um bara bíllengd strax hefði þetta verið nokkrar sec en úr varð þvílíkt vesen í langan tíma og Simo kláraði að borga og kom og við þurftum að bíða eftir að þessu öllu lauk því við vorum föst í bílastæðinu hehehe alveg ótrúlegt við hlógum bara en hefðum geta orðið brjáluð og farið að rífa kjaft líka það hefði náttúrulega verið miklu skemmtilegra. En ég gæti sagt ykkur margar svona sögur. Fórum á Mc Donalds á lau. og lítill strákur ca. þriggja lamdi aðra stelpu ekkert alvarlega hún fór ekkert að væla pabbinn fór og skammaði strákinn og eftir smá stund tók ég eftir að mamma stelpunnar er eitthvað að segja við pabba stráksins og úr varð hörkurifrildi á milli bláókunnugs fólks ég skildi nú ekki mikið en miða við handapatið og lætin og kona mannsins var farinn að standa á milli og ýta manninum sínum í burtu með afli þá var þetta ansi alvarlegt rifrildi fyrir ekki meira. Og árekstrarnir, verð enn meira vör við bíla árekstra þessa dagana líka. Læt þetta duga í bili fleirra síðar. 9 dagar búnir 21 eftir af ramadan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Púff.. á ekki ramadan að vekja fólk til umhugsunar, fyrirgefningar o.s.frv.?!?! Hélt þetta ætti að vera mannbætandi! Jahérna.. og já, AFMÆLI ERU VÍST MERKILEG!! og ef þig langar að gera eitthvað skemmtilegt.. þá skaltu sko bara láta það eftir þér!!! :) ég sé amk ekki eftir því að hafa drifið í að halda upp á mitt afmæli.

andrea marta vigfúsdóttir, 4.10.2006 kl. 09:40

2 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Nákvæmlega maður hefði haldið það en það geta þetta greynilega ekki allir og fólk bara missir sig enda er lang mest um hjónaskilnaði í þessum mánuði.

Harpa Bragadóttir, 4.10.2006 kl. 10:39

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Já, svona er nú þessi trú skrítin stundum. Virðist virkja fólk til undarlegustu hegðunar og atferlis! Ég er stundum fegin að vera bara eigin trúar og ákveða hátíðisdaga og annað bara sjálf :)

andrea marta vigfúsdóttir, 4.10.2006 kl. 13:39

4 identicon

Vá eins gott að maður fari ekki útí ramadan mánuði, allir brjálaðir í skapinu he he ég vona að þú lendir ekki inná milli bláókunnugsfólks sem er í brjáluðu skapi.

vigga (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 19:39

5 Smámynd: Íris

Jebb Harpa, þú heldur uppá þetta eins og þú vilt. Ef ég ætti stærri íbúð biði ég t.d. öllum bekknum hans Lalla og e-h úr hinum líka. Mér finst þetta svo gaman. Trúarmál já, ekki er öll vitleysan eins. Um jól fer fólk að rífst um bílastæði og eiðslu hér á höfuðborgarsvæðinu. Allt útaf gjafkaupum og jesú fæddist í jötu og fékk fábrotnar gjafir en gefnar með hlýju. VÁ, er að missa mig. Hehe, farðu bara og rífðu kjaft á Íslensku þú myndir kannski vinna!?!!

Íris, 4.10.2006 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband