Ælupest og leiðindi

Já Sara var eitthvað skrítin eftir leikskólann á þriðjudaginn og ældi svo um nóttina og svo niðurgangur daginn eftir og svo var það ég á fimmtudeginum bara flökurt og með smá hita og slappleika og Kristó ældi svo á aðfaranótt föstudagsins en alveg hress heimtaði að fara í skólann en fékk það nú ekki minn ekkert hress með það. Og ég hugsa eftir á að hann hefði bara átt að fara en svo vorum við nú bara öll hress í gær, ég ætlaði að drífa Söru í leikskólann í morgun en hún var eitthvað þreytt og skrítin og ég var ekkert að drífa mig og svo ældi hún aftur úff þetta er bara ekki hægt lengur ég veit ekki hvað ég á að gera en ælupestir í Marokkó eru ekki svona 24 tíma pest eins og á Íslandinu góða og ég er eitthvað skrítin líka. Jæja nóg um leiðindi.

Á laugardaginn var ég orðin svo leið á slappleika og leiðindum að ég ákvað að gera eitthvað af viti og byrjaði daginn á að taka til búa um og allt var orðið glansandi fínt um 10 leitið svo fórum við í göngutúr í dóta búðina af því ég hafði lofað Kristófer límmiðum. Kristófer átti svo tíma hjá tannlækni kl tólf og fékk að "sjálfsögðu" hehe að fara á Mc Donalds af því að hann var svo duglegur en fékk sér vatn með hamborgaranum (og bað um það alveg sjálfur) duglegur strákur. Svo fórum við í bíltúr í aðra límmiðaferð því það var ekki til í dóta búðinni og keyptum um 150 límmiða fyrir 100kr. En ætlunin er herferð í að láta Kristófer fara sjálfan að sofa eftir að búið er að lesa eina sögu og sofa alla nótina í sínu rúmi en það er eitthvað lélegt þessa dagana. Svo komum við heim og ég dreif mig í að taka fataskápinn hjá krökkunum og því hann var orðin svo troðfullur að ég var alveg hætt að finna fötin sem þau pössuðu í fyrir fötunum sem voru orðin of lítil og gáfum fötin frá Kristó til húsvarðarins og hann var yfir sig ánægur með þennan pakka. Úff það er sko allt annað að sjá skápinn en ég sé líka fram á það að við þurfum að versla föt því það er nánast ekkert eftir. Já og ekki má gleyma ég klippti bara sjálf toppinn á Kristó því hann var að kvarta að hann færi alltaf ofan í augun á sér. Aldeilis góður laugardagur.

Sunnudagurinn byrjaði ekki eins vel ég vaknaði hreinlega í vondu skapi allt fór í pirrurnar á mér og ég skammaðist í greyið Kristó sem átti það að sumu leiti skilið en ég hefði alveg átt að sleppa því að öskrast eitthvað svo hugsaði ég til gærdagsins og hvað ég var í góðu skapi og hugsaði með mér þetta gengur ekki ég verð að hrista þetta af mér. Talaði við Lindu og spurði hvort hún vildi ekki fara með okkur í garðinn sem hún hafði sagt mér frá í síðustu viku jújú Linda alltaf til í að gera eitthvað. Svo við drifum okkur hún var búin að segja mér að þetta væri hreinn garður með nýlegum leiktækjum og gæslu mönnum sem pössuðu upp á að ekki væri verið að skemma og labba á blómabeðunum. Einn staður ætlaður minni krökkum og annar fyrir stærri krakka og í miðjunni hringur þar sem hægt var að hjóla eða renna sér á hjólbrettum og eða bara hlaupa (sem stelpurnar gerðu marga hringi) Og rólegur staður bara nokkrar fjölskyldur með vel uppalda!!! krakka. Jú jú þegar við mætum þá var garðurinn eins og maurahrúga krakkar gjörsamlega upp um allt, hringekja sem krakkar sáttu vel þétt og þeir sem ekki komust fyrir héngu allstaðar í svo ég bjóst við að hún myndi brotna ég get svarið það þetta var eins og í gamanmynd. Með verðina flautandi sig hása ef það er hægt og prik sem ég hefði allajafnan verið hneyksluð yfir en skildi þá svo ósköp vel þessi grey að þurfa að vera þarna allan daginn með þessum óargadýrum. Sá þá nú aldrei lemja neinn en það var óspart notað til að ógna strákaskömmunum. Við gátum nú ekki bara snúið við strax svo við leifðum krökkunum leika sér aðeins skipuðum strákunum bara að vera þar sem okkur fannst skást og stelpurnar voru alveg sáttar að vera bara saman og hlaupa í hringi. Já niðurstaðan, þetta var ágætis garður sá hann alveg fyrir mér hvernig hann gæti verið en þetta var alveg versti tími sem við gátum komið á svo við ætlum að gera aðra tilraun og fara kl 9 um morgun næst því hér fara allir seint að sofa í ramadan, líka krakkarnir, alltaf verið að minna foreldra í skólanum hans Kristó að láta krakkana fara snemma að sofa, krakkagreyin. Kristó vildi svo fara heim með Medhi og fékk það við fórum bara að versla í matinn og náðum svo í hann og ég undir bjó pizzadeig á meðan Simo og Kristó fóru í hammam (einskonar gufubað) og svo bökuðum ég og Kristó þessa líka ágætis pizzu saman og svo var það Sara sem fékk klippingu hjá mömmu áður en hún fór að sofa.

Ætla að reyna að skrifa minna og oftar ekki missa mig alveg hérna......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga

Hananú! Nóg að gera! En alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína - keep up the good work! xxx Sigga

Sigga, 9.10.2006 kl. 11:48

2 Smámynd: Íris

Ekkert smá fyndið!! Sé það alveg fyrir mér að hægt sé að flauta sig hása, hehehe.

Og þetta á maður að gera. Hringja í vini ef maður vakanar illa :)

Íris, 9.10.2006 kl. 11:52

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Það er nú ekkert leiðinlegt að lesa svona langa pistla! Það er greinilega alltaf nóg að gera hjá þér! :) Vildi að ég gæti heimsótt þig.. Verð á Kanarí frá 14.-21. nóv.. Kíkirðu ekki bara yfir ;) Vona að krökkunum fari að batna! Knús

andrea marta vigfúsdóttir, 10.10.2006 kl. 10:04

4 identicon

Úff leiðinlegasta pest ever gubbupest, þið eruð vonandi öll orðin hress. En sammála stelpunum það er alltaf brjálað að gera hjá þér.
Hafið það gott,
knús á ykkur.
P.s veistu afhverju ég þarf alltaf að staðfesta þegar ég kvitta í hérna hjá þér?

vigga (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 19:01

5 identicon

Þvílíkt mikið sem hægt er að gera á einum laugardegi ef maður er í stuði. Sæfinna

Sæfinna (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 20:07

6 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Hæ Harpa. :D nú er ég líka búin að kvitta hjá þér :D

Gaman að heyra frá skógargellum aftur :D

Eva Sigurrós Maríudóttir, 10.10.2006 kl. 20:39

7 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Vigga er búin að laga staðfestingarvesenið þurfti bara að haka við í einhverju boxi, fann það loksins svo nú ætti þetta ekki að vera vesen. Og Sæfinna nú getur þú lika látið ljós þitt skína ef þú vilt skrifa eitthvað kemur bara fram eins og Vigga óskráð ;)

Harpa Bragadóttir, 10.10.2006 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband