Hummus

Ég var alveg búin að gleyma hvað mér fannst hummus gott. Hef alltaf gert hummus fyrir Simo yfir rammadan þegar við vorum á íslandi og hann mynntist á það um helgina. "Hva ekkert hummus í ár" svo við fórum að leita að tahini og fundum það og svo þurfti ég að sjálfsögðu uppskriftina því ég var eitthvað riðguð í því hvernig hún hljóðaði svo ég msn á Kristínu systur og bað hana um að grafa hana upp og hún var ekki lengi að því þessi elska á innan við 10 mín var hún búin að finna uppskriftina mína og skrifa hana niður á msn. Það er sko hægt að treysta á að hún bregðist skjótt við takk rúsínan mín. Er að spá í að smella uppskriftinni inn fyrir þá sem finnst hummus gott og vilja prófa, mjög auðvelt að gera. IMG_2637

 

175 g kjúklingabaunir,
2 hvítlauksgeirar, pressaðir,
salt,
1,1/2 dl tahini,
safi úr 2 sítrónum,
1 msk ólífuolía ,
ögn af paprikudufti, smákvistur af steinselju, saxaðri


Baunirnar lagðar í bleyti í a.m.k. 4 klukkustundir og soðnar í léttsöltuðu vatni í 1 1/2 klst; þær eiga ekki að vera allveg meirar. (eða kaupa bara niðursoðnar þá þarf ekkert að gera nema taka skinnið utan af en það er leiðinlegasti parturinn)
Þá eru þær látnar kólna ögn og maukaðar með svolitlu af suðuvatninu ásamt hvítlauk, salti og tahini, þar til blandan er nærri slétt.
Þá er sítrónusafanum hrært saman við.
Maukið sett í skál, lautgerð í miðjuna og olíunni helt í hana.
og steinselju stráð yfir. Þetta er frekar stór uppskrift, ég geri bara helmingin, hún á að vera svolítið þykk en það þarf slatta af vatni líka því baunirnar eru svo þurrar.

Annars eru krakkarnir hressir komnir í skólann það er sól og gott veður og svei mér þá ef ég er ekki bara hress og í góðu skapi þennan ágætis morgunn. Ætla að drífa mig í búðina og versla eitthvað gott svo hjálparhellan mín geti eldað fyrir mig marakkóska tajine. Hafið það gott gullin mín og látið mig vita hvernig ykkur finnst hummus ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Oh, svo gott. Verð stundum veik af því. Hvort það er vegna græðgti eða að bónusfeðgar setji mikinn hvítlauk. Heheh.

Gott að þú ert hress esskan. Svei mér ég er það líka!

Íris, 11.10.2006 kl. 11:48

2 Smámynd: Sigga

hmmm þar sem að ég elda ekki á mínu heimili (nema í neyð!)þá stóreftast ég um að ég eigi eftir að standa í því að búa til hummus - ekki þegar ég get keypt þetta tilbúið út úr búð!! En kannski að við ættum að setja uppskriftir reglulega á bloggið! Og veistu Harpa, ég á enn uppskriftina þína af karteflusalatinu þínu góða - og ég man eftir einni kjúklinga uppskrift sem að þú gafst mér en ég á ekki - þá sauðstu kjúkling í stórum potti með kryddum og laufum í...ef að þú manst hana, þá máttu endilega láta hana á bloggið - aldrei að vita nema að ég komi Bob á óvart og eldi handa honum svona eins og einu sinni! ha ha

Sigga, 11.10.2006 kl. 12:01

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Ég er nú svo mikill kjáni, að ég hef ekki hugmynd um hvað tahini er! En verð eiginlega að vera sammála Siggu..nenni eiginlega ekki að fara að búa svona til! En þú ert voða góð að dekra svona við karlinn ;)

andrea marta vigfúsdóttir, 11.10.2006 kl. 18:53

4 identicon

Vá girnilegt hjá þér.
En mín er sko létiblóð aldarinar og hef súrmjólk í hádeginu og cheerios á kvöldin. he he
En annars líst mér rosalega vel á hugmynd Siggu að koma með uppskriftir hérna. Hvernig væri að skiftast á og byrja eftir STAFRÓFSRÖÐ nema hvað hí hí.
Hafið það gott
********KNÚS*********

vigga (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 01:01

5 Smámynd: Sigga

en já, Harpa spurði hvaða kjúklinga uppskrift þetta væri, i.e. þú sauðs heilan kjúlla í einhverju spæsi í ca 30-40 mínútur og síðan grillaðir þú hann þannig að þetta var hreinlea einfaldur kjúlli, en eitthvað svo bragðgóður af því að þú sauðst hann uppúr þessu kryddjurtum fyrst...manstu hvaða?

Sigga, 16.10.2006 kl. 11:31

6 identicon

Hæ elsku besta!
Ég elska hummus og bý það oft til, ég hlakka til að prófa þessa uppskrift. En ég styð hugmyndina hennar Siggu um kjúklingaréttinn en ég myndi reyndar alveg þiggja þessa kartöfluuppskrift. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
Hafðu það gott mín kæra.
Kv. Elísabet
P.S. Andrea: Tahini er sesam-smjör og fæst orðið út um allt (m.a. í Bónus) það fæst bæði ljóst (eiginlega hvítt) og svo brúnt (eins og hnetusmjör) og það er það sem ég nota alltaf í hummus.

Elísabet (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband