Bakstur

SkinkuhornEr búin að baka síðan á fimmtudaginn engin tími til að blogga lengur. Kom mér í algera klípu, bakaði kanilsnúða sem voru ekkert spes en svo skinkuhorn og hvítlauksostahorn sem slógu svo í gegn á heimilinu að ég þurfti að baka aftur á laugardaginn og enn aftur í dag. Ég ætla bara rétt að vona að þau fái leið á þessu sem fyrst heheh.

Smellti inn nokkrum myndum úr vitleysingja garðinum Ullandi á barnalandið. Fórum um helgina með Lindu, ætla að skrifa eitthvað þar inn líka. Höfðum það annars bara gott um helgina og læt heyra meira síðar þegar ég hef meiri orku. Svalur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Smellti inn mynd í hausinn sem ég tók út um gluggann hérna heima í síðustu viku já það getur verið fallegt sólarlagið hérna.

Harpa Bragadóttir, 16.10.2006 kl. 22:12

2 identicon

Vá þú ekkert smá mikið dugleg, mér finnst best að baka í Bónus ;)
En rosalega flottar myndirnar.
Er Kristófer að ná þér í hæðinni?

vigga (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 00:45

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

maður fær nú bara samviskubit..ég nenni engu þessa dagana! En, mun bæta það upp þegar ég baka ofan í 40 rollinga um helgina! og já, fallegt sólarlag!

andrea marta vigfúsdóttir, 17.10.2006 kl. 09:26

4 Smámynd: Íris

Myndirnar voru flottar eins og þið fjölskyldan. Það er kraftur í minni;)

knús og kremja,

Íris

Íris, 17.10.2006 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband