18.10.2006 | 21:38
Bara nokkrir dagar eftir
Já já það eru bara ca 5 daga eftir af rammadan, þetta er búið að líða bara þó nokkuð hratt og áfallalaust. Sara er kominn í haustfrí og það var haldið party í leikskólanum þar sem þau voru í traditional fötum og fengu henna í hendina af tilefni dagsins. Og svo á daman afmæli á morgun svo það verður enn meiri bakstur á morgun. Ekkert stórparty samt bara Linda og krakkarnir alveg nóg til að halda afmæli 4 krakkar geta sko vel haft mikin háfaða hehe. Myndir af Söru í kjólnum og með henna inn á barnalandi og svo tökum við kannski eina mynd af kökunni á morgun og afmælisbarninu og smellum því inn. Annars höfum við það bara náðugt og gott, reyndar er Sara með leiðindar hóst og kvef vonandi það læknist með hamaganginum á morgun smá bjartsýni Salema
Athugasemdir
Ætla að skoða þær. Já sá að ramadan væri að ljúka hjá ykkur. Hafið það gott á morgun!!
Kveðja,
Íris
Íris, 18.10.2006 kl. 21:50
ég verð ábyggilega ekki við tölvuna á morgun, þannig að ég óska ykkur til hamingju með dömuna. Kannski smá knús frá mér í tilefni dagsins :) Og gott að þetta sveltitímabil er senn á enda. Fólk hlýtur að vera orðið svoldið pirrað...
andrea marta vigfúsdóttir, 19.10.2006 kl. 09:42
Til hamingju með dömuna (í gær)
Vonandi hafið þið það ofsalega gott.
knús
vigga (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 16:10
Æ, svo sætar afmælismyndir! Sé að krullurnar eru komnar aftur á dömuna;)
Íris, 21.10.2006 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.