29.10.2006 | 22:22
Sahara
Nei ég fór ekki til Sahara í fríinu rændi þessari ágætu mynd bara einhverstaðar á netinu. Á alveg eftir að komast til Sahara og sitja úlfalda þótt að ég hafi haft tækifæri til að sitja úlfalda, þá hefur mig alveg vantað áhugann.
Nýja frænka mín heitir Sara og það er ástæðan fyrir að við erum svo ánægð með nafnið okkur finnst það rosalega falllegt og til hamingju með það. Finnst samt leiðinlegast að geta ekki knúsað hana svolítið en það gerist vonandi fyrr en síðar.
Fríið er búið hjá krökkunum og okkur tókst að gera mest lítið í fríinu greyið Kristó er að ég held bara dauðfeginn að fara aftur í skólann. Sara aftur er búin að næla sér í einhvern augnvírus svo hún er ekki á leiðinni í leikskólann á morgun við byrjum væntanlega daginn á læknaheimsókn.
Það er komið haust hjá okkur rignir og er skýjað og frekar kalt eða svoleiðis maður er farinn að fara í peysu og taka aðra þykkari með svona til öryggis. 23 stig á daginn og 15 á kvöldinn ok ég veit ekki mjög kalt en þegar maður er orðin góðu vanur þá verður manni kalt, maður sér þessa rugluðu túrista í sundi og hugsar bara brrrrrrr ekki gæti ég hugsað mér að fara í laugina. ehheh já svona er maður orðin ruglaður.
Athugasemdir
Nei, ekki rugluð!! Þú ert búin að aðlaga þig svona vel. Magnús væri nú til í þennan hita, þolir ekki kuldagallann sinn.
Íris, 30.10.2006 kl. 11:26
ohh.. ég er að hlakka geðveikt til að komast í ca. 20-25 stiga hita á Kanarí.. :) en ég fór í sundlaug þar síðast, og ÞAÐ VAR KALT!! svei mér þá...
andrea marta vigfúsdóttir, 31.10.2006 kl. 10:18
já, málið er að þeir hita auðvitað ekki upp sundlaugarnar og við íslendingar erum svo vanir því að fara í "heitar" sundlaugar til að hita okkur (frekar en að fara í kaldar sundlaugar til að kæla sig!!) hér er drullukalt, so to speak! ekki frost en já, bítur aðeins í kinnarnar og húðin á mér er að skorpna...þolir ekki smá kulda! En vandamálið er að ég þoli ekki mikinn hita!!! Verð í framtíðinni að búa á íslandi á sumrin og á kanarí á veturna...það yrði nú ekki slæmt! ha ha
Sigga, 1.11.2006 kl. 12:41
Til hamingju með litlu frænku.
Já það er bara skítakuldi hjá ykkur humm.
En hér er spáð brjáluðu veðri, 50 m/sek í hviðum.
knús á ykkur
vigga (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.