Vinna vinna

Jú jú, þeir sem eru ekki nálægt mestu slúðurkellunum þá er ég sem sagt kominn með vinnu. Og er það helsta ástæða þess að ég hef ekkert blogað síðan síðast. Ég hitti strák í gegnum vinkonu mína sem ég kynntist þegar ég var í París forðum daga búin sem sagt að þekkja hana lengi en við því miður hittumst mjög sjaldan og hún sem býr í þarnæstu götu, mestalagi 5min gangur. Þessi strákur er lærður arkitekt og lærði í L.A. en er núna að koma sér upp vinnuaðstöðu hér í Casa og ætlar að vinna meira við aðrahluti sem kallast facade. Og er ég að hjálpa honum við að teikna, já og föndra hehe mjög gaman. Launin ekki eins skemmtileg en við sjáum til með það, kannski batnar það.

Við höfum haft nóg fyrir stafni eins og vanalega fórum síðust helgar í paradísina okkar í fyrra skiptið sáum við snák synda í vatninu svona hálfur metri. Við vorum nú að spá í að vera ekkert að mæta á svæðið aftur en jú jú daginn eftir vorum við mætt aftur og þá veiddum við ál. Það er ekki hægt að segja annað að það hafi verið fjör allir jafn hræddir við blessaðan álinn en sem betur fer var það Medhi frændi hans Kristó sem veiddi hann og eftir mikil læti við að ná önglinum úr þá var honum hent í fötuna sem við setum fiskana í en hann stökk strax aftur upp úr henni og svo náði hann honum aftur og henti honum bara aftur út í vatn og sá var ekki lengi að hverfa. Já það var mikið hlegið eftir það ævintýrið.

Kristó var með í sýningu í skólanum sem hét "possibilitys" möguleikar og áttu þau að spá í hvað þau vildu vera þegar þau verða stór. Kristó skoppaði úr einu í annað vildi vera dýralæknir, pizzubakari, fótboltamaður og eitthvað fl. En annars var þetta sýning hjá söngkennaranum og voru 1-3 bekkur sem sungu. Og svo komu þau upp og sögðu eina setningu um möguleikana í kringum okkur. Kristó sagði "In fact lots of people start working on their dreams  as soon as they can."  Stóð teinréttur og sagði þetta skýrt og rétt og söng svo hátt og kunni ótrúlega mikið í textanum ekki allt þó en kom mér á óvart því ég hafði ekki heyrt hann syngja neitt heima nema eina setningu en hann söng með kórnum 3 lög. Smelli myndum inn á barnaland, bráðum....

Já ætli þetta sé ekki bara nóg í bil ætlaði að skrifa allt annað en þið þekkið mig blaðra út í eitt ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Já, ekki að spyrja að því Harpa mín! Nóg að gera, og til hamingju með nýju vinnuna! Vona að rætist úr laununum.. Og hann Kristófer fer nú létt með að syngja nokkur lög og halda smá tölu á skólasýningu! :) algjör snilli!

andrea marta vigfúsdóttir, 23.11.2006 kl. 19:51

2 identicon

Já það er sko nóg að gera hjá ykkur.

Til hamingju með vinnuna.  Hann Kristófer er nú svo mikill töffari hann rúllar þessu nú upp með glæsibrag.

En hvernig er það með ála gefa þeir ekki frá sér eitthvað rafstuð eða eitthvað þessháttar?

knús á ykkur

vigga (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:08

3 Smámynd: Íris

Nálægt mestu slúðurkellingunum!! eru það..................... Hehe.

Til lukku með vinnuna!

  Hehe, við eigum  YNDISLEGA DRENGI  

En Harpa mín þú mátt blaðra útí eitt finnst aldrei leiðinlegt að lesa bloggið þitt.
Knús og kossar
Íris

Íris, 24.11.2006 kl. 22:29

4 identicon

Segi það með þeim! TIl hamingju með vinnuna! Það skiptir mestu máli að maður hafi gaman að og njóti vinnunnar - þau það sé auðvitað gott að fá vel borgað fyrir það í leiðinni! En eins og þú segir, vonandi rætist úr því! En það virðist nú vera svo að leiðinlegustu störfin eru oft best borguð (af því að annars myndi enginn endast í þeim!). Knús og kossar til allra xxx

Sigga (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband