30.11.2006 | 18:25
Veikindi og leiðindi og líka gleðitíðindi
Hæhæ ég er nú alveg glataður bloggari en þetta er skárra en ekkert. Nú erum við familían búin að vera veik í viku. Kristó kom heim á miðvikudaginn í síðustu viku síðasti dagur fyrir frí og hann svaf allaleiðina í skólabílnum hmmm það var nú eitthvað skrítið ekki vanur því en hann var þá bara með hita og er búin að sofa meira og minna síðan. Á föstudagskvöldið sátum við öll skjálfandi og erum síðan búin að vera ógeðslega slöpp fengum læknin til okkar í heimsókn á mánudaginn og erum öll á pensilíni. En erum ekkert að hressast nema hitinn er farin og þar með beinverkirnir og að mestu hausverkurinn en hóstinn og nefrennslið og slappleikinn er enn til staðar. Kristófer sem hefur aldrei viljað sofa út vaknar enn snemma á morgnanna bara til að setjast fyrir framan sjónvarpið og sofna þar og svo segir hann á kvöldinn svona milli 8 og 9 ohhhh hvað mig langar í hlýja, mjúka rúmið mitt og svo fer hann bara inn að sofa, og Sara hún sofnar bara þar sem hún er stödd þegar hún verður syfjuð oftast einhverstaðar á gólfinu. Jedúddamía ég hef aldrei lent í svona veikindum eins og núna.
En gleðitíðindin....... við erum á leiðinni heim um jólin 19.des jamm ætlum að leggjast á mömmu sem var svo elskuleg að gefa mér fullt af punktum og lækka kostnaðin um heilan helling. Takk mamma!!!
Og Haffi bróðir látu þér nú batna og þið hin lærið af mistökum annara ekki fara í sjómann.
Sjámust fljótlega.............
Athugasemdir
svo glöööð að þið séuð að koma um jólin. Segi bara líka, takk Dagga!! Hvenær farið þið svo aftur og kemur Simo líka?
Íris, 30.11.2006 kl. 19:41
Já og gleymdi látið ykkur batna!!!!!!
Íris, 30.11.2006 kl. 19:41
Æðislegt að fá ykkur heim! og viti menn.. ég verð líka á landinu! Þið eruð svo hjartanlega velkomin til okkar á Akranes! Nóg pláss og fullt af krökkum! Hlakka til að sjá ykkur og látið ykkur batna!
andrea marta vigfúsdóttir, 30.11.2006 kl. 22:57
Þurfum að skipuleggja hitting.........
Íris, 2.12.2006 kl. 11:20
Íris mín! Það mætti nú halda að þú væri athyglissjúk!! Bara MÖRG komment á eitt blogg.. En já, hittingur er góð hugmynd... Ef þið viljið skoða nýju fjölskylduna mína nánar er hellings pláss í húsinu, og risastór garður í kring og skólalóðin liggur uppvið garðinn (fullt af leiktækjum o.s.frv.) Þannig að ég skal græja staðinn ef það hentar.
andrea marta vigfúsdóttir, 2.12.2006 kl. 12:57
Látið ykkur batna!!!
Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 17:16
Frábært að þið komið um jólin, vonandi hitti ég á ykkur núna. Var ofsalega spæld að missa af ykkur í sumar
En já látið ykkur batna.
knús á ykkur
vigga (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.