Brosandi út að eyrum og jafnvel allan hringinn

Já ég er sko ekkert búin að vera í svona vondu skapi eins og það leit út fyrir hérna á bloggsíðunni. Nei nei var bara komin í gott skap aftur daginn eftir en bara löt að blogga og hafði sko alveg nóg að gera á íslandinu góða annað en að blogga eins og að hitta vini og ætingja in real, ekki á msn.

Gleðilegt ár öll sömul, við höfðum það alfskaplega gott á íslandi, ferðin heim gekk alveg ágætlega nema að farangurinn varð eftir í London og kom ekki fyrr en daginn efti og eitt hjólið á kerrunni hennar Söru vantaði. En það er komið í ath hvort við fáum þetta ekki bætt. Það var æðislegt að koma heim þótt ég hafi verið frekar upptekin en náði svona að hitta á flesta meira að segja Siggu Hörpu rétt áður en ég fór út, það var óvænt ánægja. Og hef hugsanlega aldrei eitt jafnmiklum tíma með Íris á undaförnum árum og þessi jól svei mér þá. Æðislegt alltaf að komast til íslands.

Nú er maður bara að hlaða batteríin koma rútínu á krakkana ( nú og sjálfan mig) og komast í gang aftur. Simo er farinn aftur til Marakkech og aldrei að vita nema að við skellum okkur í heimsókn þangað þó ég nenni varla í  fleirri ferðalög í bili. En sem sagt kominn heim, höfum það fínt og læt heyra í mér oftar á næstunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Hæ, hæ!  Gott að heyra frá þér.  Já, ég var mikið ánægð hvað við náðum að vera mikið saman Bið að heilsa öllum.

Íris, 10.1.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Sigga

jamm - verður gott að komast í rútínu aftur - nauðsynlegt! Gott að heyra að farangurinn komst í leitirnar allaveganna! púff krakkarnir hefðu nú verið svekktir ef að allar jólagjafirnar hefðu týnsts!

Sigga, 12.1.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Hæ, hefði alveg viljað hitta þig og krakkana aðeins meira :) en það gengur betur næst...

andrea marta vigfúsdóttir, 12.1.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Gledilegt ar. :)

Og kvitt kvitt

Eva Sigurrós Maríudóttir, 12.1.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband