Veikindi og leiðindi og líka gleðitíðindi

Hæhæ ég er nú alveg glataður bloggari en þetta er skárra en ekkert. Nú erum við familían búin að vera veik í viku. Kristó kom heim á miðvikudaginn í síðustu viku síðasti dagur fyrir frí og hann svaf allaleiðina í skólabílnum hmmm það var nú eitthvað skrítið ekki vanur því en hann var þá bara með hita og er búin að sofa meira og minna síðan. Á föstudagskvöldið sátum við öll skjálfandi og erum síðan búin að vera ógeðslega slöpp fengum læknin til okkar í heimsókn á mánudaginn og erum öll á pensilíni. En erum ekkert að hressast nema hitinn er farin og þar með beinverkirnir og að mestu hausverkurinn en hóstinn og nefrennslið og slappleikinn er enn til staðar. Kristófer sem hefur aldrei viljað sofa út vaknar enn snemma á morgnanna bara til að setjast fyrir framan sjónvarpið og sofna þar og svo segir hann á kvöldinn svona milli 8 og 9 ohhhh hvað mig langar í hlýja, mjúka rúmið mitt W00t og svo fer hann bara inn að sofa, og Sara  hún sofnar bara þar sem hún er stödd þegar hún verður syfjuð oftast einhverstaðar á gólfinu. Jedúddamía ég hef aldrei lent í svona veikindum eins og núna.

En gleðitíðindin....... við erum á leiðinni heim um jólin 19.des jamm ætlum að leggjast á mömmu sem var svo elskuleg að gefa mér fullt af punktum og lækka kostnaðin um heilan helling. Takk mamma!!!

Og Haffi bróðir látu þér nú batna og þið hin lærið af mistökum annara ekki fara í sjómann. Pinch

Sjámust fljótlega.............


Vinna vinna

Jú jú, þeir sem eru ekki nálægt mestu slúðurkellunum þá er ég sem sagt kominn með vinnu. Og er það helsta ástæða þess að ég hef ekkert blogað síðan síðast. Ég hitti strák í gegnum vinkonu mína sem ég kynntist þegar ég var í París forðum daga búin sem sagt að þekkja hana lengi en við því miður hittumst mjög sjaldan og hún sem býr í þarnæstu götu, mestalagi 5min gangur. Þessi strákur er lærður arkitekt og lærði í L.A. en er núna að koma sér upp vinnuaðstöðu hér í Casa og ætlar að vinna meira við aðrahluti sem kallast facade. Og er ég að hjálpa honum við að teikna, já og föndra hehe mjög gaman. Launin ekki eins skemmtileg en við sjáum til með það, kannski batnar það.

Við höfum haft nóg fyrir stafni eins og vanalega fórum síðust helgar í paradísina okkar í fyrra skiptið sáum við snák synda í vatninu svona hálfur metri. Við vorum nú að spá í að vera ekkert að mæta á svæðið aftur en jú jú daginn eftir vorum við mætt aftur og þá veiddum við ál. Það er ekki hægt að segja annað að það hafi verið fjör allir jafn hræddir við blessaðan álinn en sem betur fer var það Medhi frændi hans Kristó sem veiddi hann og eftir mikil læti við að ná önglinum úr þá var honum hent í fötuna sem við setum fiskana í en hann stökk strax aftur upp úr henni og svo náði hann honum aftur og henti honum bara aftur út í vatn og sá var ekki lengi að hverfa. Já það var mikið hlegið eftir það ævintýrið.

Kristó var með í sýningu í skólanum sem hét "possibilitys" möguleikar og áttu þau að spá í hvað þau vildu vera þegar þau verða stór. Kristó skoppaði úr einu í annað vildi vera dýralæknir, pizzubakari, fótboltamaður og eitthvað fl. En annars var þetta sýning hjá söngkennaranum og voru 1-3 bekkur sem sungu. Og svo komu þau upp og sögðu eina setningu um möguleikana í kringum okkur. Kristó sagði "In fact lots of people start working on their dreams  as soon as they can."  Stóð teinréttur og sagði þetta skýrt og rétt og söng svo hátt og kunni ótrúlega mikið í textanum ekki allt þó en kom mér á óvart því ég hafði ekki heyrt hann syngja neitt heima nema eina setningu en hann söng með kórnum 3 lög. Smelli myndum inn á barnaland, bráðum....

Já ætli þetta sé ekki bara nóg í bil ætlaði að skrifa allt annað en þið þekkið mig blaðra út í eitt ;)


Frí og aftur frí

Já þá er þessi frítörn búin í bili ekki meiri frí fyrr en thanksgiving 23-24 nóv sem er eftir tvær vikur. Ég get ekki séð hvernig maður á að geta unnið með börnin stöðugt í fríi í þessum blessuðu skólum hérna. Ekki það að það sé ekki gott að hafa börnin heima á meðan maður er heima og getur haft ofan af fyrir þeim. Við höfðum það sem sagt bara aldeilis gott í þessari löngu helgi. Það er lítill skógur við ströndina hérna sem var í gamladaga þegar Simo var lítill rosalega flottur og Simo á margar góðar minningar þaðan tívoli og fínir veitingastaðir. En í dag er allt í niðurníðslu tívolíið er enn starfrækt en það er allt ryðgað, brotið og ég myndi ekki fyrir mitt litla líf leifa krökkunum að fara þar inn. Svo við höfum bara alltaf keyrt ströndina og farið í göngu þeim megin en eftir að við fórum síðast í fríinu á ströndina þar sem myndirnar eru á barnalandi þá keyrðum við í gegn um garðinn og sáum öldunga í fótbolta á gömlu bílaplani sem nýlega hafði verið malbikað.

Við ákváðum svo þegar fríið byrjaði aftur að fara þangað með fótbolta og leifa Kristófer aðeins að pústa út og svo enduðum við á að eyða öllu fríinu þarna. Þetta reyndist svo vera hin mesta paradís og við sem höfðum alltaf bara keyrt framhjá. Það hafa nefnilega allir gefið þennan stað upp á bátinn ja eða svona flestir það er ekki alveg save að vera þarna ég myndi aldrei fara ein með börnin þangað en á meðan það er karlmaður með í för er allt í góðu.

IMG_2766Fyrsta daginn fórum við í fótbolta og körfubolta þann næsta byrjuðum við á fótbolta og enduðum svo á að skoða okkur um og fórum inn í skóginn og þar var lækur með froskum, drekaflugum og engisprettum og klifruðum í trjánum. Fórum svo á kaffihús í miðjum garðinum sem mér hefði aldrei dottið í hug að fara því vegurinn þangað er hálflokaður og þú þarft að keyra í gegnum hlið sem er ekki alveg opið og hliðið er hálfpartinn að detta niður en jú það vita þó nokkuð margir af þessu því það er alltaf slatti af fólki, þú situr fyrir framan gamla tjörn með fallegt útsýni og fullt af fuglalífi en tjörnin er nú samt ca þrisvar til fjórum sinnum skítugri en tjörnin í Reykjavík kyrrðin og rólegheitin eru yndisleg þarna. Þar sáum við nokkra strákpakka vera að fiska.

Þannig að þegar við komum daginn eftir þá höfðum við veiðistöngina með og byrjuðum á að spila svolítinn fótbolta og svo fórum við að fiska löbbuðum um og fundum tjörn fyrir aftan kaffihúsið en þar hafði verið fugla dýragarður í gamladaga og merki um göngustíga og einu sinni fallegan garð og nokkur búr í niðurníðslu þar er nú búið að setja fatalufsur fyrir opin og fólk tekið sér þetta fyrir húsnæði nema eitt þar sem við sáum 3 apa með yfirráðin. Við tjörnina voru þrír strákar að dorga og kenndu okkur tökin og á endanum höfðum við ásamt strákunum veit 10-15 fiska sem voru einhverskonar gullfiskar en myntu mig líka á pirana með brodda á bakinu sem þeim þeim tókst að stinga okkur með. Já já ekki ætluðum við að borða þessi grey og spurðum strákana hvað þeir vildu gera við þá fyrst sögðust þeir ætla að taka þá en hættu svo við og við slepptum þeim öllum og þeir voru ekki lengi að hverfa í brúnu drullutjörnina hehe. Simo hafði grunað að þeir ætluð sér að borða þá en voru of feimnir til að taka þá því þetta var ekki geðsleg tjörn og einn strákurinn sem hafði synt í tjörninni var allur í einhverju kílum sem hann gat ekki losnað við þótt hann væri búin að fara til læknis jakk.

Ég tók nokkrar myndir sem ég set inn á barnaland en gleymdi henni þegar við fórum að veiða svo það eru engar myndir af tjörninni og öpunum en af læknum svo þið getið aðeins ímyndað ykkur hvernig tjörnin var en þetta er samt æðislegt svolítið eins og í ævintýri löngu gleymdur garður fallegur en ansi skítugur, sorglegt því það væri hægt að gera hann enn fallegri og hægt að nýta hann á svo margan hátt en kannski myndi staðurinn þá missa sjarmann með margmenni sem getur verið þreytandi eins og þegar við Linda ætluðum með krakkana í garðinn fræga og krakkar eins og maurar út um allt og maður naut þess ekki neitt. Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili heyrumst síðar........ 


Sahara

Nei ég fór ekki til Sahara í fríinu rændi þessari ágætu mynd bara einhverstaðar á netinu. Á alveg eftir að komast til Sahara og sitja úlfalda þótt að ég hafi haft tækifæri til að sitja úlfalda, þá hefur mig alveg vantað áhugann.

Nýja frænka mín heitir Sara og það er ástæðan fyrir að við erum svo ánægð með nafnið okkur finnst það rosalega falllegt og til hamingju með það. Finnst samt leiðinlegast að geta ekki knúsað hana svolítið en það gerist vonandi fyrr en síðar.

Fríið er búið hjá krökkunum og okkur tókst að gera mest lítið í fríinu greyið Kristó er að ég held bara dauðfeginn að fara aftur í skólann. Sara aftur er búin að næla sér í einhvern augnvírus svo hún er ekki á leiðinni í leikskólann á morgun við byrjum væntanlega daginn á læknaheimsókn.

Það er komið haust hjá okkur rignir og er skýjað og frekar kalt eða svoleiðis maður er farinn að fara í peysu og taka aðra þykkari með svona til öryggis. 23 stig á daginn og 15 á kvöldinn ok ég veit ekki mjög kalt en þegar maður er orðin góðu vanur þá verður manni kalt, maður sér þessa rugluðu túrista í sundi og hugsar bara brrrrrrr ekki gæti ég hugsað mér að fara í laugina. ehheh já svona er maður orðin ruglaður.


Margt að gerast

Mikið að gerast í þessari viku, það sem stendur hæst er að Sæfinna frænka eignaðist stóra stelpu á sunnudaginn. Til hamingju með það Sæfinna, Sindri og Grétar Þór stóri bróðir. Brosandi  Og okkur fynnst nafnið á stelpunni æði en er ekki viss en hvort ég megi blaðra því út um allt strax, þarf að fá leyfi. Svo er hún alveg eins og mamma sín æðislega sæt. Nú og svo átti Sara sæta mín tveggja ára afmæli 19.okt og takk fyrir allar kveðjurnar. Það var lítil afmælisveisla bara voða notó og þrír pakkar ég held að hún hafi verið afar sátt ekkert að skilja það neitt að þetta var eitthvað að snúast um hana enda hjálpuðust allir við að opna pakkana. hehe. Og svo kláraðist ramadan júhúu á þriðjudaginn og við fórum í mat til Jamilu frænku og fengum couscous og eyddum deginum þar og fórum svo í heilsubótargöngu á ströndinni á meðan bíllinn fékk smá þvott. (bílastæðið er sjálfvirka þvottastöðin fullt af strákum að bjóðast til að þvo bílana svo við þáðum það) Tók nokkrar sætar myndir það var svo fallegt veður en það var líka lognið á undan storminum því það ringdi allan dagin á eftir með þrumum og eldingum og það ringdi í dag og er spáð skúrum það sem eftir er vikunar held ég. Og krakkarnir í haustfríi og við erum bara búin að hanga inn en svona er það bara. Við bökuðum bara pizzu í dag og gerðum kalla úr pizza deiginu okkur til skemmtunar.

Bara nokkrir dagar eftir

Já já það eru bara ca 5 daga eftir af rammadan, þetta er búið að líða bara þó nokkuð hratt og áfallalaust. Hlæjandi Sara er kominn í haustfrí og það var haldið party í leikskólanum þar sem þau voru í traditional fötum og fengu henna í hendina af tilefni dagsins. Og svo á daman afmæli á morgun svo það verður enn meiri bakstur á morgun. Ekkert stórparty samt bara Linda og krakkarnir alveg nóg til að halda afmæli 4 krakkar geta sko vel haft mikin háfaða hehe. Myndir af Söru í kjólnum og með henna inn á barnalandi og svo tökum við kannski eina mynd af kökunni á morgun og afmælisbarninu og smellum því inn. Annars höfum við það bara náðugt og gott, reyndar er Sara með leiðindar hóst og kvef vonandi það læknist með hamaganginum á morgun smá bjartsýni Ullandi Salema


Bakstur

SkinkuhornEr búin að baka síðan á fimmtudaginn engin tími til að blogga lengur. Kom mér í algera klípu, bakaði kanilsnúða sem voru ekkert spes en svo skinkuhorn og hvítlauksostahorn sem slógu svo í gegn á heimilinu að ég þurfti að baka aftur á laugardaginn og enn aftur í dag. Ég ætla bara rétt að vona að þau fái leið á þessu sem fyrst heheh.

Smellti inn nokkrum myndum úr vitleysingja garðinum Ullandi á barnalandið. Fórum um helgina með Lindu, ætla að skrifa eitthvað þar inn líka. Höfðum það annars bara gott um helgina og læt heyra meira síðar þegar ég hef meiri orku. Svalur 


Hummus

Ég var alveg búin að gleyma hvað mér fannst hummus gott. Hef alltaf gert hummus fyrir Simo yfir rammadan þegar við vorum á íslandi og hann mynntist á það um helgina. "Hva ekkert hummus í ár" svo við fórum að leita að tahini og fundum það og svo þurfti ég að sjálfsögðu uppskriftina því ég var eitthvað riðguð í því hvernig hún hljóðaði svo ég msn á Kristínu systur og bað hana um að grafa hana upp og hún var ekki lengi að því þessi elska á innan við 10 mín var hún búin að finna uppskriftina mína og skrifa hana niður á msn. Það er sko hægt að treysta á að hún bregðist skjótt við takk rúsínan mín. Er að spá í að smella uppskriftinni inn fyrir þá sem finnst hummus gott og vilja prófa, mjög auðvelt að gera. IMG_2637

 

175 g kjúklingabaunir,
2 hvítlauksgeirar, pressaðir,
salt,
1,1/2 dl tahini,
safi úr 2 sítrónum,
1 msk ólífuolía ,
ögn af paprikudufti, smákvistur af steinselju, saxaðri


Baunirnar lagðar í bleyti í a.m.k. 4 klukkustundir og soðnar í léttsöltuðu vatni í 1 1/2 klst; þær eiga ekki að vera allveg meirar. (eða kaupa bara niðursoðnar þá þarf ekkert að gera nema taka skinnið utan af en það er leiðinlegasti parturinn)
Þá eru þær látnar kólna ögn og maukaðar með svolitlu af suðuvatninu ásamt hvítlauk, salti og tahini, þar til blandan er nærri slétt.
Þá er sítrónusafanum hrært saman við.
Maukið sett í skál, lautgerð í miðjuna og olíunni helt í hana.
og steinselju stráð yfir. Þetta er frekar stór uppskrift, ég geri bara helmingin, hún á að vera svolítið þykk en það þarf slatta af vatni líka því baunirnar eru svo þurrar.

Annars eru krakkarnir hressir komnir í skólann það er sól og gott veður og svei mér þá ef ég er ekki bara hress og í góðu skapi þennan ágætis morgunn. Ætla að drífa mig í búðina og versla eitthvað gott svo hjálparhellan mín geti eldað fyrir mig marakkóska tajine. Hafið það gott gullin mín og látið mig vita hvernig ykkur finnst hummus ;)


Ælupest og leiðindi

Já Sara var eitthvað skrítin eftir leikskólann á þriðjudaginn og ældi svo um nóttina og svo niðurgangur daginn eftir og svo var það ég á fimmtudeginum bara flökurt og með smá hita og slappleika og Kristó ældi svo á aðfaranótt föstudagsins en alveg hress heimtaði að fara í skólann en fékk það nú ekki minn ekkert hress með það. Og ég hugsa eftir á að hann hefði bara átt að fara en svo vorum við nú bara öll hress í gær, ég ætlaði að drífa Söru í leikskólann í morgun en hún var eitthvað þreytt og skrítin og ég var ekkert að drífa mig og svo ældi hún aftur úff þetta er bara ekki hægt lengur ég veit ekki hvað ég á að gera en ælupestir í Marokkó eru ekki svona 24 tíma pest eins og á Íslandinu góða og ég er eitthvað skrítin líka. Jæja nóg um leiðindi.

Á laugardaginn var ég orðin svo leið á slappleika og leiðindum að ég ákvað að gera eitthvað af viti og byrjaði daginn á að taka til búa um og allt var orðið glansandi fínt um 10 leitið svo fórum við í göngutúr í dóta búðina af því ég hafði lofað Kristófer límmiðum. Kristófer átti svo tíma hjá tannlækni kl tólf og fékk að "sjálfsögðu" hehe að fara á Mc Donalds af því að hann var svo duglegur en fékk sér vatn með hamborgaranum (og bað um það alveg sjálfur) duglegur strákur. Svo fórum við í bíltúr í aðra límmiðaferð því það var ekki til í dóta búðinni og keyptum um 150 límmiða fyrir 100kr. En ætlunin er herferð í að láta Kristófer fara sjálfan að sofa eftir að búið er að lesa eina sögu og sofa alla nótina í sínu rúmi en það er eitthvað lélegt þessa dagana. Svo komum við heim og ég dreif mig í að taka fataskápinn hjá krökkunum og því hann var orðin svo troðfullur að ég var alveg hætt að finna fötin sem þau pössuðu í fyrir fötunum sem voru orðin of lítil og gáfum fötin frá Kristó til húsvarðarins og hann var yfir sig ánægur með þennan pakka. Úff það er sko allt annað að sjá skápinn en ég sé líka fram á það að við þurfum að versla föt því það er nánast ekkert eftir. Já og ekki má gleyma ég klippti bara sjálf toppinn á Kristó því hann var að kvarta að hann færi alltaf ofan í augun á sér. Aldeilis góður laugardagur.

Sunnudagurinn byrjaði ekki eins vel ég vaknaði hreinlega í vondu skapi allt fór í pirrurnar á mér og ég skammaðist í greyið Kristó sem átti það að sumu leiti skilið en ég hefði alveg átt að sleppa því að öskrast eitthvað svo hugsaði ég til gærdagsins og hvað ég var í góðu skapi og hugsaði með mér þetta gengur ekki ég verð að hrista þetta af mér. Talaði við Lindu og spurði hvort hún vildi ekki fara með okkur í garðinn sem hún hafði sagt mér frá í síðustu viku jújú Linda alltaf til í að gera eitthvað. Svo við drifum okkur hún var búin að segja mér að þetta væri hreinn garður með nýlegum leiktækjum og gæslu mönnum sem pössuðu upp á að ekki væri verið að skemma og labba á blómabeðunum. Einn staður ætlaður minni krökkum og annar fyrir stærri krakka og í miðjunni hringur þar sem hægt var að hjóla eða renna sér á hjólbrettum og eða bara hlaupa (sem stelpurnar gerðu marga hringi) Og rólegur staður bara nokkrar fjölskyldur með vel uppalda!!! krakka. Jú jú þegar við mætum þá var garðurinn eins og maurahrúga krakkar gjörsamlega upp um allt, hringekja sem krakkar sáttu vel þétt og þeir sem ekki komust fyrir héngu allstaðar í svo ég bjóst við að hún myndi brotna ég get svarið það þetta var eins og í gamanmynd. Með verðina flautandi sig hása ef það er hægt og prik sem ég hefði allajafnan verið hneyksluð yfir en skildi þá svo ósköp vel þessi grey að þurfa að vera þarna allan daginn með þessum óargadýrum. Sá þá nú aldrei lemja neinn en það var óspart notað til að ógna strákaskömmunum. Við gátum nú ekki bara snúið við strax svo við leifðum krökkunum leika sér aðeins skipuðum strákunum bara að vera þar sem okkur fannst skást og stelpurnar voru alveg sáttar að vera bara saman og hlaupa í hringi. Já niðurstaðan, þetta var ágætis garður sá hann alveg fyrir mér hvernig hann gæti verið en þetta var alveg versti tími sem við gátum komið á svo við ætlum að gera aðra tilraun og fara kl 9 um morgun næst því hér fara allir seint að sofa í ramadan, líka krakkarnir, alltaf verið að minna foreldra í skólanum hans Kristó að láta krakkana fara snemma að sofa, krakkagreyin. Kristó vildi svo fara heim með Medhi og fékk það við fórum bara að versla í matinn og náðum svo í hann og ég undir bjó pizzadeig á meðan Simo og Kristó fóru í hammam (einskonar gufubað) og svo bökuðum ég og Kristó þessa líka ágætis pizzu saman og svo var það Sara sem fékk klippingu hjá mömmu áður en hún fór að sofa.

Ætla að reyna að skrifa minna og oftar ekki missa mig alveg hérna......


Afmælishugleiðingar og rifrildi

Andrea vinkona varð þrítug á sunnudaginn 1.okt. Til hamingju með það mín kæra. Ég vildi að ég fengi svona afmælishelgi einhvern tíman en er búin að sjá fram á að ég þarf að plana það svolítið sjálf því ég er alltaf að bíða eftir að minn elskulegi eiginmaður geri eitthvað en honum finnast bara afmæli ekkert merkileg svo ég er bara búin að sætta mig við að afmæli eru ekkert merkileg. En núna er ég búin að sjá það að ef manni sjálfum finnast afmæli skemmtileg þá á maður að plana það sjálfur og fá sína með í lið. Þannig að nú hef ég 8 og hálft ár til að plana fertugsafmælið mitt hahahaha já einmitt ég er nefnilega þekkt fyrir að plana hluti fram í tíman en batnandi mönnum er best að lifa ekki satt. Ég byrja kannski bara á því að plana eitthvað fyrir afmælið hennar Söru sem á afmæli núna þann 19.okt.

Í gær fórum við í bíltúr sem við gerum reglulega en núna höfum við verið að fara í lengri ferðir og á aðra staði því Simo er að reyna að stytta tíman þangað til að hann getur fengið að borða og nennir ekkert að gera annað en að rúnta um. Svo núna er ég að uppgötva borgina öðruvísi en áður, þarf að taka myndavélin með og taka nokkrar myndir. Það er samt svolítið "riskí" að keyra um í ramadan mánuðinum því það er allir svona freeeekar uppstökkir. Simo stoppaði til að borga reikninga í ferðinni okkar í gær og á meðan biðum við Sara í bílnum, gatan var frekar mjó og vörubíll var að keyra framhjá okkur þegar annar bíll beygir inn í götuna og vildi ekki gefa eftir og sagði vörubílnum að bakka og eyddi 10-15 mín í að rífa kjaft og fullt af bílum söfnuðust fyrir aftan vörubílinn svo þegar gaurinn loksins bakkaði og vörubíllinn keyrði áfram þá voru fullt af bílum sem þurftu að keyra framhjá líka. úff ef hann hefði bakkað strax og við erum að tala um bara bíllengd strax hefði þetta verið nokkrar sec en úr varð þvílíkt vesen í langan tíma og Simo kláraði að borga og kom og við þurftum að bíða eftir að þessu öllu lauk því við vorum föst í bílastæðinu hehehe alveg ótrúlegt við hlógum bara en hefðum geta orðið brjáluð og farið að rífa kjaft líka það hefði náttúrulega verið miklu skemmtilegra. En ég gæti sagt ykkur margar svona sögur. Fórum á Mc Donalds á lau. og lítill strákur ca. þriggja lamdi aðra stelpu ekkert alvarlega hún fór ekkert að væla pabbinn fór og skammaði strákinn og eftir smá stund tók ég eftir að mamma stelpunnar er eitthvað að segja við pabba stráksins og úr varð hörkurifrildi á milli bláókunnugs fólks ég skildi nú ekki mikið en miða við handapatið og lætin og kona mannsins var farinn að standa á milli og ýta manninum sínum í burtu með afli þá var þetta ansi alvarlegt rifrildi fyrir ekki meira. Og árekstrarnir, verð enn meira vör við bíla árekstra þessa dagana líka. Læt þetta duga í bili fleirra síðar. 9 dagar búnir 21 eftir af ramadan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband