19.3.2007 | 12:48
Blessaður hitakúturinn minn !!!
Jæja hann er orðinn fastagestur blessaður rafvirkinn sem er búin að skipta um allt rafmagnið í kútnum. Hann virkaði sem sagt í nokkra kltima á föst rétt svo allir gætu þrifið sig. Á laugardaginn var það aftur farið og ekki náðist í blessaðan dúddann ekkert hægt að strjúka honum um skallann. Svo þá var bara hitað eina ferðina enn á öllum hellum í þrígang á svo litla potta sjáiðtil. Því krakkarnir fóru í klippingu og voru öll í hárum svo það var alveg nauðsynlegt.
Nú var hann að koma, dúddinn sko, og sýndi mér einhvern lítinn titt sem ég þarf að ýta á það er allt og sumt nú þarf ég bara að vera dugleg að fylgjast með að ljósið logi á blessuðum kútnum, og titturinn á sínum stað
Ég hinsvegar fór í kraftgöngu með Lindu vinkonu í morgun mega duglegar fórum alla ströndina fram og til baka sem gerir 5 km. Stoppuðum í ræktinni minni sem er þar og ég skaust í sturtu þar sem ég var ekki að treysta á að ég fengi sturtu heima í dag og Linda fékk sér morgunmat á kaffihúsinu sem er þar, ferlega notalegt kaffihús það, með útsýni yfir alla ströndina. Að sjálfsögðu kom ég eftir sturtuna og fékk mér morgunmat líka. Ætlum aftur á morgun en tímum ekki morgunmat á hverjum degi kostar heilar 350kr ristabrauð kaffi og nýpressaður appelsínudjús sem er sko morðfjár hér, en þú borgar fyrir útsýnið.
Athugasemdir
Jæja, það er nú gott að fjölskyldan getur aftur þrifið sig! :) ohhh.. ganga eftir ströndinni...líkamsræktarstöð á ströndinni.. Jess.. bráðum get ég sagt svona sögur líka!!!
andrea marta vigfúsdóttir, 19.3.2007 kl. 12:57
dugnaður í þér kona...dííí..þetta virðist ætla að vera sama sagan og með minn hitakút...hugsa til þin xxx
Sigga, 19.3.2007 kl. 13:28
Hehe, íslendingurinn og gas, jæja, var þetta líka vandinn hjá þér sigga?
Gangi þér vel í kraftgöngunni ég fer líka allllllllveg að byrja að hreifa mig, hehe.
Íris, 19.3.2007 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.