23.3.2007 | 12:33
Appelsínu-greip safi
Keypti nokkrar appelsínur og greip fyrr í vikunni og hef núna á morgnanna kreist safa úr hálfu greipi og einni appelsínu og drukkið (passar akkurat í eitt glas). Ásæðan er sú að ég drekk aðeins of mikið kaffi og ákvað að skipta út einum kaffibolla fyrir smá orku af heislusamlegri toga. Svo var ég að velta því fyrir mér af hverju ég hef aldrei gert þetta fyrr þetta er alveg ógeðslega gott og holt og tekur skemmri tíma en að hita sér kaffi. Fyrir utan það þá er ódýrar fyrir mig að fá svona ferskan safa heldur en að kaupa hann í fernum og sá er örugglega vatnsblandaður. Ég borgaði sem sagt heilar 30kr fyrir þennan heimatilbúna drykk en kaupi fernuna út í búð á 50kr. Svona er það nú.
Ég fór aftur út með Lindu í morgun og við gengum sama spölinn 5km og fengum okkur morgunmat á kaffihúsinu. Yndislegt nema að ég þarf að fá aðeins meira fútt ætla að fara aftur að æfa á stöðinni núna, fann hvað ég saknaði þess að taka aðeins á. Fannst ómögulegt að fara bara í sturtu þar en hitakúturinn er alveg farinn núna held ég ef ég ýti á tittinn núna þá kemur bara rafmagnsblossi og hann dettur niður aftur hmm þannig að ég ætla ekkert að prófa það neitt meir. Kveðja frá sportgellunni (sem er bara sportgella í tvo-þrjá mán á ári svo gleymir hún því aftur þangað til að ári haha)
Athugasemdir
Heyrðu sport gella: GÓÐA HELGI
Þú ert nú þó dugleg þessa mánuði og svo leypur þú e-h á eftir börnunum þínum er það ekki, hehe.
Íris, 23.3.2007 kl. 16:30
já...get ekki trúað öðru en maður brenni svolitlu að hlaupa á eftir dúllunum...en gott hjáþér annars...ég drekk ALLTOF mikið kaffi...og alltof lítið vatn...ekki gott mál!
Sigga, 24.3.2007 kl. 14:28
ooo hvað þú ert dugleg.. ég er að sjálfsögðu með háleit plön um að stunda svona mataræði og hreyfingu þegar ég fer til Spánar!! Og já, ef þú ætlar að fá þér hund á ég mjög góð gögn um hvolpaumhirðu og annað! Þetta er gríðarleg binding og ekki einfalt ef þú ætlar að ferðast eitthvað!!!
andrea marta vigfúsdóttir, 26.3.2007 kl. 11:55
Til hamingju með heilsuátakið, hef fulla trú á að þetta endist
Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.