24.1.2008 | 23:26
Stundum getur fólk misskilið sölumenn
Fyrir ári síðan lét ég skipta um alla glugga í húsinu okkar. Ég keypti þessa dýru tvöföldu með orkusparandi einangrunarhúðinni. Svo í gær hringdi forstjóri fyrirtækisins sem seldi mér gluggana. Hann sagðist hafa lokið verkinu fyrir einu ári, og ég hefði ekki enn borgað honum eina krónu. Þó ég sé ljóska þarf það ekki að þýða að ég sé heimsk. Ég sagði honum að flinki og vel talandi sölumaðurinn hans, sá sem talaði við mig, hefði fengið mig til þessara kaupa á grundvelli þess að þessar rúður myndu borga sig upp sjálfar á einu ári.
Hallóó!? Núna er nefnilega liðið nákvæmlega eitt ár! Þá kom löng þögn í símann, svo ég lagði bara á.
Hann hringdi ekki tilbaka, hann vill auðvitað ekki viðurkenna hversu vitlaus hann er!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2007 | 11:07
Í skólann
Keyrði Kristó í skólann í morgun, ekkert frásögufærandi þannig fyrir utan það að við vorum hálftíma of sein af því að rafmagnið flökkti í nótt eins og oft áður en ég er með rafmagnsklukku og þarafleiðandi hringdi hún ekki. En hef ekki séð ástæðu fyrir að fá mér klukku með batterí þar sem þessi hefur þjónað mér vel mamma keypti hana í rúmfatalagernum á 900kr þegar ég flutti á hverfisgötu 39 1997 og er því 10ára gömul og rúmlega það (til hamingju með afmælið) og nú er ég komin langt út fyrir það sem ég ætlaði að nefna) En jú ástæðan fyrir því að það skiptir ekki svo miklu máli er að Kristó vaknar alltaf fyrir allar aldir áður fyrr vakti hann mig alltaf og í seinni tíð svona þegar hann verður svangur en hann fer bara niður og kveikir á sjónvarpinu. Nú í þetta skiptið þá vaknaði ég upp kl hálf tíu og fer niður og þar situr minn og segir mamma við erum orðin allt of sein í skólann, tommi og Jenni eru löngubúnir, ég þarf ekkert að fara kl er orðin svo margt. Jeh right þá hefur hann væntanlega passaði sig vel á því að vekja mig ekki svo hann gæti sloppið við skólann óþekktar ormurinn. Já svo brunuðum við í skólann, fyrsti spölurinn er malbikaður og svo þegar við beygjum upp þá er síðastu 100m malarmoldarrykvegur og þar sem það hefur ekki ringt síðan í júní þá þyrlast rykið upp og maður passar sig alltaf á að skrúfa upp rúðurnar áður en maður beygir inná. Nema hvað fæ alltaf samviskubit þegar ég keyri þarna þvi það er iðulega þvottur á snúrunum hjá fólkinu sem býr við veginn og í dag stóð heimasætan við snúrurnar að hengja upp blautan þvottinn og hvarf í rykmekki já veit ekki hvort ég myndi meika að fara í þessi föt en þau taka varla eftir þessu ekki snéri hún sér við og steypti hnefan og ekki er ég sú eina sem keyri þennan veg hmmm nei bara svona vangaveltur í morgunsárið. Rafmagnstruflanir og þvottur í sveitinni??????
Vatnsmelónurnar eru að hverfa af markaðinum og granadeplin að hellast inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.9.2007 | 10:56
Myglað......................
Já Sæfinna hefur rétt fyrir sér bloggið mitt er að mygla. Ég lofaði líka upp í ermina á mér og ætlaði að skrifa ferðasöguna frá íslandi og ætla alltaf að byrja en svo finnst mér það svo mikið mál að ég sleppi því svo ekkert verður úr bloggi. Svo það er spurning um að byrja einhverstaðar og láta þetta koma smátt og smátt.
Við erum semsagt komin "heim" fyrir löngu alveg að verða komin mánuður síðan og ég hef bara haft mikið að gera síðan ég kom reynt að vinna og sjá um heimilið og krakkana jú og karlin líka. Eintómt skutl alla daga með börnin og karlinn og í búð og ýmislegt. En það er samt allt að komast í fastar skorður, sem er bara yndælt en kemst samt allt betur í gang þegar ramadan lýkur (föstumánuður múslima).
Fór á ströndina í fyrst skipti í gær síðan ég kom og náði heilmiklum lit á þessum smá tíma sem við lágum fórum reyndar lítið í sjóin þótt Kristó sagði að hann væri ekkert kaldur það voru bara ekki nógu stórar öldurnar svo hann vildi frekar leita að skeljum. Nb krakkarnir eru búnir að fara nokkru sinum en ég hef ekki gefið mér tíma.
Ætla láta þetta duga í bili vinnan bíður og ætla að reyna að skrifa oftar og lítið í einu frekar. Ef einhverjir eru að bíða eftir myndum þá týndi ég einhverstaðar snúrunni hugsanlega á íslandi svo ég verð að kaupa nýja þangað til engar myndir á barnalandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2007 | 20:11
Já ég held bara að sumarfílingurinn sé komin.
Sara er búin að vera með ælupest og við höfum lítið gert þessa helgi en þegar Sara sofnaði í dag skruppum við Kristó á ströndina í hálftíma og Kristó fór í sjóinn og það var nú askoti kalt ég dýfði tánum aðeins ofan í brrr en hann skemmti sér bara vel og ég voða bjartsýn og tók bók með og ætlaði að lesa en neibb móðureðlið leifði það nú ekki. Eins og undan farin ár hef ég nú aldrei slappað mikið af þegar ég fer á ströndina því ég get ekki með neinu mót litið af stráknum þegar hann er í sjónum sem er kannski bara gott. Hann er skíthræddur sjálfur því öldurnar hérna eru svona frekar íslenskar nokkuð stórar og kröftugar svo hann fer ekkert mikið meira en upp að hnjám. Svo þegar Sara vaknaði þá fórum við í göngutúr í kringum hverfið og það var bara yndislegt veður og fólkið farið að flykkjast í sveitina því þeir sem búa í Casa koma flestir hingað til að fara á ströndina já þeir sem eiga bíl. Við erum líka búin að kaupa grill og búin að grilla þannig að sumarfílingurinn sagði til sín í dag kannski maður fái lit þetta árið svei mér þá!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2007 | 13:16
Svei mér þá veit ekki hvað ég á að skrifa hér............
Það er svo langt síðan ég skrifaði að ég veit ekki hvað ég á að skrifa lengur. Það er líka svo margt búið að gerast, að þið mynduð hvort sem er ekki hafa tíma til að lesa ef ég ætlaði að fara að skrifa það allt saman en ég er sem sagt komin með netið loksins aftur, er loksins farin að geta unnið eitthvað aftur og séð hvað þið hafið haft fyrir stafni.
En við erum búin að koma okkur sæmilega fyrir í nýja húsinu og höfum það afskaplega gott þar en hef svei mér þá ekki tekið neinar myndir svo það verður að bíða aðeins betri tíma. Var með Kristó á fótboltaæfingu í fyrradag og þar sagði ein sem hefur búið hér í 12 ár að það hafi aldrei verið svona kalt í maí síðan hún flutti hingað. Sem þýðir að við höfum lítið farið á ströndina og ekki enn farið í sjóinn því það er bara skítakuldi. Fór meira að segja í flíspeysuna mína um daginn því ég var bara að drepast úr kulda. Það hafa þó komið nokkrir góðir dagar þar sem við höfum verið á stuttbuxum og bol og verið mjög heitt. Og ég er kominn með lit á hendurnar sem ég held að ég hafi aldrei séð áður en það þakka ég garðinum og geta skroppið út með kaffibollann minn og aðeins látið sólina sleikja mig.
Ég er eitthvað voða andlaus að skrifa og veit ekkert hvað ég á að skrifa um svo ég læt þetta duga í bili, nóg til að láta vita að ég er hérna ennþá og á lífi. Hafið það gott elsukurnar mínar, adios.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.4.2007 | 09:27
Hef engan tima til að skrifa
Ætla samt að skrifa nokkur orð. Mamma, pabbi og Kristín komu semsagt að heimsækja okkur og við höfðum það voða gott saman. Ég er flutt út í sveit og vakna við fuglasönginn og sjóinn, er með æðislegan garð sem ég og krakkarnir getum leikið okkur í. Er internetsambandslaus og verð það væntanlega út næstu viku. En það fer eftir hversu fljótir lengi þeir eru að tengja mig út í sveit. Allt gott að frétt sumarið að koma og læt heyra af mér betur síðar.
Og til hamingju með daginn Sigga.Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.3.2007 | 12:33
Appelsínu-greip safi
Keypti nokkrar appelsínur og greip fyrr í vikunni og hef núna á morgnanna kreist safa úr hálfu greipi og einni appelsínu og drukkið (passar akkurat í eitt glas). Ásæðan er sú að ég drekk aðeins of mikið kaffi og ákvað að skipta út einum kaffibolla fyrir smá orku af heislusamlegri toga. Svo var ég að velta því fyrir mér af hverju ég hef aldrei gert þetta fyrr þetta er alveg ógeðslega gott og holt og tekur skemmri tíma en að hita sér kaffi. Fyrir utan það þá er ódýrar fyrir mig að fá svona ferskan safa heldur en að kaupa hann í fernum og sá er örugglega vatnsblandaður. Ég borgaði sem sagt heilar 30kr fyrir þennan heimatilbúna drykk en kaupi fernuna út í búð á 50kr. Svona er það nú.
Ég fór aftur út með Lindu í morgun og við gengum sama spölinn 5km og fengum okkur morgunmat á kaffihúsinu. Yndislegt nema að ég þarf að fá aðeins meira fútt ætla að fara aftur að æfa á stöðinni núna, fann hvað ég saknaði þess að taka aðeins á. Fannst ómögulegt að fara bara í sturtu þar en hitakúturinn er alveg farinn núna held ég ef ég ýti á tittinn núna þá kemur bara rafmagnsblossi og hann dettur niður aftur hmm þannig að ég ætla ekkert að prófa það neitt meir. Kveðja frá sportgellunni (sem er bara sportgella í tvo-þrjá mán á ári svo gleymir hún því aftur þangað til að ári haha)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2007 | 12:48
Blessaður hitakúturinn minn !!!
Jæja hann er orðinn fastagestur blessaður rafvirkinn sem er búin að skipta um allt rafmagnið í kútnum. Hann virkaði sem sagt í nokkra kltima á föst rétt svo allir gætu þrifið sig. Á laugardaginn var það aftur farið og ekki náðist í blessaðan dúddann ekkert hægt að strjúka honum um skallann. Svo þá var bara hitað eina ferðina enn á öllum hellum í þrígang á svo litla potta sjáiðtil. Því krakkarnir fóru í klippingu og voru öll í hárum svo það var alveg nauðsynlegt.
Nú var hann að koma, dúddinn sko, og sýndi mér einhvern lítinn titt sem ég þarf að ýta á það er allt og sumt nú þarf ég bara að vera dugleg að fylgjast með að ljósið logi á blessuðum kútnum, og titturinn á sínum stað
Ég hinsvegar fór í kraftgöngu með Lindu vinkonu í morgun mega duglegar fórum alla ströndina fram og til baka sem gerir 5 km. Stoppuðum í ræktinni minni sem er þar og ég skaust í sturtu þar sem ég var ekki að treysta á að ég fengi sturtu heima í dag og Linda fékk sér morgunmat á kaffihúsinu sem er þar, ferlega notalegt kaffihús það, með útsýni yfir alla ströndina. Að sjálfsögðu kom ég eftir sturtuna og fékk mér morgunmat líka. Ætlum aftur á morgun en tímum ekki morgunmat á hverjum degi kostar heilar 350kr ristabrauð kaffi og nýpressaður appelsínudjús sem er sko morðfjár hér, en þú borgar fyrir útsýnið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 01:53
Þurfti bara að láta ykkur vita !!!!
Hitakúturinn er farinn og það síðan á þriðjudaginn. Jamm flasbak fyrir Siggu. Kristo var í fótbolta á þriðjudaginn og fékk kalda sturtu og Sara lika þar sem hún er svo dugleg að leika sér í moldinni og nú er fimmtudagur ja eiginlega föstud. og enn er hann ekki kominn í lag og það var hitað á öllum gashellum í kvöld eftir fótboltann. Spurning hvort hann nær að laga þetta á morgun en hann er búin að gera sitt besta (égætlaréttaðvonaþaðannarsfærhannsparkírassinn) að laga kútinn meira á morgun hvort kúturinn kemst í lag!!!! ( ég hef nota bena ekki lagst í bað né sturtu síðan mánd og fer í dag föst hvort sem er kalt eða heitt brrrrrrrrrr kvíður fyrir ef það er ekki komið ílag. Kveðja frá miðjunni :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2007 | 11:09
Hmmmm ekki jafn góðar fréttir í dag
Sjálfsvígssprengjumaður særði þrjá þegar hann sprengdi sig við netkaffihús í borginni Casablanca í Marokkó. Árásin átti sér stað í gærkvöldi í Sidi Moumen hverfi borgarinnar. Árásarmaðurinn beið bana.
Sprengingin varð þegar maðurinn hóf að rífast við eiganda kaffihússins, sem meinaði sprengjumanninum að fara inn á vefsíður heilagra stríðsmanna íslamista.
Annar maður, sem var með sprengjumanninum þegar sprengjan sprak, flýði af vettvangi. Lögreglan hafði síðar hendur í hári hans.
Þetta var á mbl í morgunn og ég hafði ekki hugmynd fyrr en Anna frænka í frakklandi spurði mig hvort allt væri í lagi hjá okkur. Haaaaaaaa vissi ekki hvað hún var að tala um.
En jújú það er semsagt allt í góðu hjá okkur þetta var langt í burtu frá okkur í úthverfi. En það er svo skrítið að þetta kemur mér bara ekki við (þá meina ég mér finnst þetta svo lant í burtu frá mér) frekar en þegar ég var í frakklandi og þá voru sprengju árásir á lestakerfið þar nokkru sinnum og allt í háfaðalátum og starf mitt fólst meðal annars í því að vera í metro allan liðlangann daginn. Ef ég hins vegar ætti ættingja eða vini í útlöndum þar sem svona gerðist þá myndi ég með því sama skipa því heim aftur hehehe svona er maður nú vitlaus.
En að allt öðru ég er svo ánægð með síðuna mína núna var að fikta í photoshop og langaði að læra meira tók eina mynd sem Kristó tók í marrakech og fiffaði hana til (hægt að sjá hana upprunalega á barnalandi ef vill) Og ég er svo askoti ánægð með útkomuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)